Fljótin á kafi í snjó

Það er snjóþungt í Fljótunum.
Það er snjóþungt í Fljótunum. Skjáskot af Youtube

Stórvirkar vinnuvélar hafa síðustu daga verið að moka og ýta snjó frá útihúsum og öðrum byggingum á nokkrum bæjum í Fljótum en gríðarlegt fannfergi er þar eftir erfiðan vetur.

Jóhannes Ríkarðsson bóndi á Brúnastöðum segir í samtali við Feyki að aðgerðirnar komi sér vel þar sem loksins sé hægt að láta út fé og undirbúa fjárhúsin fyrir sauðburð sem nú sé að byrja.

Hér að neðan má sjá myndskeið frá Feyki af snjónum í Fljótunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina