Tvö opnunarskilyrði í sjávarútvegsmálum

AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að tvö opnunarskilyrði verði sett fyrir því að hafnar verði viðræður um sjávarútvegsmál í tengslum við umsókn Íslands um inngöngu í sambandið. Þetta kemur fram í rýniskýrslu framkvæmdastjórnarinnar þar sem löggjöf Íslands á sviði sjávarútvegsmála er borin saman við samsvarandi löggjöf Evrópusambandsins.

Rýniskýrslan hefur enn ekki verið gerð opinber eða afhent íslenskum stjórnvöldum en fram kemur í áætlun framkvæmdastjórnarinnar um framkvæmd sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins fyrir árið 2013 að hún hafi lagt til tvö opunarskilyrði. Þar segir að framkvæmastjórnin hafi skilað rýniskýrslunni til ráðherraráðs sambandsins í apríl á síðasta ári ásamt tillögum að þessum tveimur opnunarskilyrðum. Ekki kemur fram hvað felst í þeim en slík skilyrði, sem Evrópusambandið getur sett bæði fyrir opnun og lokun einstakra viðræðukafla, snúa gjarnan að einhvers konar stjórnkerfisbreytingum eða undirbúningi fyrir þær.

Ekkert bólar á rýniskýrslunni

Rýniskýrslan var unnin í kjölfar þess að Evrópusambandið ákvað sumarið 2010 að hefja formlegar viðræður um inngöngu Íslands í sambandið og er undanfari viðræðna um sjávarútvegsmál. Rýniskýrslur um alla aðra málaflokka sem viðræðurnar við Evrópusambandið ná til hafa þegar verið gerðar opinberar og flestar fyrir margt löngu. Ekkert hefur hins vegar bólað á skýrslunni um sjávarútvegsmálin og hafa engar skýringar fengist á því, hvorki frá sambandinu sjálfu eða íslenskum stjórnvöldum. Hins vegar hefur komið fram hjá Evrópusambandinu að viðræðunum ljúki þegar bæði Ísland og sambandið séu reiðubúin til þess.

Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi atvinnuvegaráðherra, sagði á Alþingi 17. desember síðastliðinn spurður um málið að af Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, að málið sæti fast hjá Evrópusambandinu. „En í þessu tilviki að minnsta kosti er klárlega töfin Evrópusambandsmegin og við komumst ekki áfram með sjávarútvegskaflann fyrr en að Evrópusambandið opnar sína rýniskýrslu og við sjáum þar á spilin, sjáum hvort þar verða opnunarskilyrði eða annað í þeim dúr.“

Grundvallarkröfur ESB liggja fyrir

Steingrímur var aftur spurður um málið í lok febrúar síðastliðins af Illuga Gunnarssyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, og sagði hann þá mjög mikilvægt að fá úr því skorið hvaða samningar fengjust um sjávarútvegsmál í viðræðum við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. Þá hvort um yrði að ræða einhver opnunar- eða lokunarskilyrði vegna málaflokksins eða hvort hugsanlega næðust engir samningar vegna þess að of mikið bæri á milli sambandsins og Íslands í þeim efnum.

Þess má geta að framkvæmdastjórn Evrópusambandið hefur þegar sett fram þær grundvallarkröfur sem gerðar eru til Íslands í sjávarútvegsmálum gangi landið í sambandið en í greiningarskýrslu sem fylgdi áliti framkvæmdastjórnarinnar á umsókn Íslands í febrúar 2010 kemur fram að Íslendingar verði að fallast á meginregluna um fulla yfirstjórn Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum og að fiskiskip frá ríkjum sambandsins hafi frjálsan aðgang að miðunum við Ísland í samræmi við sameiginlega sjávarútvegsstefnu þess.

mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Innlent »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »

35 milljónir í miðaldarannsóknir

16:30 35 milljónum verður varið árlega næstu fimm árin til rannsókna á íslenskri ritmenningu á miðöldum. Samstarfsyfirlýsing ráðuneyta, Árnastofnunar og Snorrastofu þess efnis var undirrituð í Reykholti í dag. Meira »

Krefjast frávísunar á máli VR

16:02 Fjármálaeftirlitið og Lífeyrissjóður verzlunarmanna fara fram á að máli stéttarfélagsins VR á hendur þeim verði vísað frá, en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafan var lögð fram. Meira »

Sáttanefnd lauk störfum án sátta

15:38 Sáttanefnd forsætisráðuneytisins í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur afhent ríkisstjórninni skilagrein og er hætt störfum. Sáttaviðræðunum lauk formlega 1. júlí síðastliðinn, í kjölfar þess að bótakrafa var lögð fram fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Meira »

Tafir á Vesturlandsvegi til kl. 18

15:31 Undanfarna daga hafa staðið yfir malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi. Við það hægist töluvert á umferð inn í borgina en áætlað er að framkvæmdum í dag ljúki kl. 18. Verið er að fræsa og malbika aðra akreinina frá hringtorgi við Korpúlfsstaðaveg og áleiðis að hringtorgi við Lambhagaveg. Meira »

Ákærðir fyrir að greiða ekki skatt

14:55 Tveir menn hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum sem varða fyrirtæki sem hét Byggingarfélagið Grettir. Meint brot voru framin fyrir um það bil áratug, en málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Meira »

Fannst látinn á Litla-Hrauni

14:53 Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í morgun. „Ég get staðfest að vistmaður á Litla-Hrauni fannst látinn við opnun klefa í morgun. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti en lögreglan sér um rannsókn,” segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Meira »

Friðrik stýrir nefnd sem endurskoðar lög um fæðingarorlof

14:33 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum. Formaður nefndarinnar er Friðrik Már Sigurðsson, formaður byggðaráðs Húnaþings vestra og fulltrúi í félagsþjónustunefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Aðbúnaður kennara verði bættur

14:16 Ráðast þarf í aðgerðir til að gera störf leikskólakennara aðlaðandi og eftirsóttari en nú er, og hefjast strax handa af krafti um vor við ráðningar næsta skólaárs. Þetta kemur fram í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, en tölur um ráðningar í stöður kennara voru lagðar fram í borgarráði í dag. Meira »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Gæjalegur retro leðursófi frá Casa til sölu
Til sölu hvítur, ítalskur 3ja sæta hönnunarsófi. Keyptur í versluninni Casa og k...