Þurfa að auka við þjónustuna

Mun fleiri leita nú skjóls hjá Dagsetri Hjálpræðishersins en á síðasta ári og er gert ráð fyrir að halda starfseminni opinni áfram í sumar vegna mikillar aðsóknar en þangað leitar fólk í neyð yfir daginn. Hingað til hefur það lokað yfir sumartímann þegar heimilislausir sækja minna í þjónustuna.

Rannvá Olsen, forstöðukona dagsetursins, segir konur sækja þjónustuna meira en áður en Dagsetrið er opið frá kl. 10 á morgnana til kl. 17 á daginn þar sem hægt er að fá mat og komast í sturtu. Í fyrra voru leituðu tæplega tuttugu manns að meðaltali á dag til dagsetursins en það sem af er ári eru þeir nær þrjátíu og fara yfir fjörtíu á álagspunktum um helgar.

Í gær kom fram að álag í Gistiskýlinu í Þingholtsstræti hefur að sama skapi aukist mikið og Lögreglan þarf reglulega skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert