Blekkingarleikur fyrir opnum tjöldum

Lýður og Bjarnfreður.
Lýður og Bjarnfreður. Árni Sæberg

Traust almennings á íslenska hlutabréfamarkaðnum minnkaði, brotið var bíræfið, stórfellt og ekki hægt að brjóta með alvarlegri hætti gegn hlutafélagalögum. Ef einhvern tíma ætti að fullnýta refsirammann væri það í þessu tilviki. Þetta sagði sérstakur saksóknari við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær.

Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni lauk í gær. Finna má fréttir af aðalmeðferðinni, skýrslutökum yfir ákærðu og vitnum í knippi hér. Ákæruna í málinu má svo lesa hér.

Í inngangi eru rifjuð upp orð Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara, sem hann viðhafði, eða sambærileg orð, í málflutningsræðu sinni. Einmitt vegna þessarar orðræðu var þeim mun sérstakara þegar saksóknari krafðist 18 mánaða fangelsisvistar yfir Lýði. Brotin sem Lýður er ákærður fyrir varða hins vegar allt að tveggja ára fangelsi. 

Stjórnin mötuð af röngum upplýsingum

Eins og fram kemur í ákæru er Lýður ákærður fyrir að hafa sem stjórnarmaður í BBR keypt nýtt hlutafé í Exista á undirvirði, eða 50 milljarða hluta fyrir 1 milljarð hluta í félaginu Kvakki. Það telst brot gegn 1. mgr. 16. gr. laga um hlutafélög þar sem segir að greiðsla hlutar megi ekki nema minna en nafnvirði.

Sérstakur saksóknari sagði ljóst að Lýður hafi ráðið för frá upphafi. Hann var starfandi stjórnarformaður Exista og hafi því verið beggja vegna borðsins. Með blekkingum hafi Lýði tekist að fá stjórn Exista til að samþykkja hlutafjárhækkun upp á 50 milljarða hluta, ganga til samninga við hann sjálfan og skrifa undir greiðslu upp á 1 milljarð hluta í Kvakki fyrir 50 milljarða hluta.

Hann benti á að stjórnarfundurinn þar sem þessar ákvarðanir voru teknar hafi verið boðaður með stuttum fyrirvara, hann hafi verið haldinn í síma og stjórnarmenn hafi fengið gögn seint í hendur. Stjórnarmönnum hafi því ekki gefist tóm til að kynna sér málið til hlítar. Þess í stað hafi þeir verið mataðir af röngum upplýsingum sem hafi leitt til þess að stjórnin hafi tekið ákvörðun um hlutafjárhækkunina og samninginn við BBR á röngum forsendum. Og þó svo Lýður hafi vikið sæti á fundinum þá leysi það hann ekki undan ábyrgð á ákvörðuninni.

Þrjú ljón í veginum

Sérstakur saksóknari sagði hlutafjárhækkunina og viðskiptin við BBR ólögmæt. Þrátt fyrir að tilkynningar hafi verið sendar til fyrirtækjaskrár, kauphallarinnar og fjölmiðla þar sem viðskiptin eru tilgreind hafi það engin áhrif í málinu heldur sýni aðeins hversu ósvífið brotið var. Vísvitandi hafi verið látið reyna á að þetta myndi heppnast. Blekkingarleikurinn hafi verið leikinn fyrir opnum tjöldum.

Og ástæðan fyrir því að Lýður kom þessu í kring. Sérstakur sagði ástæðuna þá að Lýður og Bróðir hans voru að missa yfirráð yfir Exista til Kaupþings. Með þessum hætti hafi þeim tekist að þynna út hlut Kaupþings og halda yfirráðum. Þrjú ljón hafi verið í veginum; stjórn Exista, fyrirtækjaskrá og Kaupþing. Stjórnin hafi verið blekkt, fyrirtækjaskrá hafi verið blekkt og Kaupþing reyndi að gera athugasemdir en hvorki Kauphöllin né fyrirtækjaskrá tóku þær til greina.

Sérstakur saksóknari sagði að um tilhæfulausa hlutafjárhækkun upp á 50 milljarða hluta hafi verið að ræða og það hafi ekki verið til að bæta hag Exista heldur til að tryggja yfirráð Lýðs og Ágústs Guðmundssonar. Um sé að ræða stórfellt brot og hæfileg refsing sé 18 mánaða fangelsi.

Lýður ákærður sem kaupandi en ekki seljandi

Næstur tók Gestur Jónsson, verjandi Lýðs til máls. Snemma í ræðu sinni sagði Gestur: „Eftir ræðu saksóknara er ég í svolitlum vanda. Skjólstæðingur minn er ákærður fyrir kaup en saksóknari sækir að honum með umfjöllun um þann sem seldi.“ Þar vísaði Gestur til þess að Lýður er ákærður, skv. ákæruskjali, fyrir að hafa greitt undirverð fyrir bréfin í Exista en sérstakur saksóknari hafi í ræðu sinni látið eins og Lýður væri ákærður fyrir að selja bréfin á undirverði.

Gestur gagnrýndi einnig ræðu sérstaks saksóknara og sagði bununa hafa staðið út úr honum án þess að vísað væri til skjala eða framburða vitna. Sönnun sé ekki fengin með því að slengja fram ásökunum eins og þær séu algild sannindi. Þannig hafi sérstakur saksóknari skautað framhjá viðurkenndum aðferðum við sönnun og með óvenjulegum hætti.

Hann sagði ljóst að Lýður hafi vikið sæti í stjórn Exista þegar ákvörðun um hlutafjárhækkunina og viðskiptin við BBR voru samþykkt. Enda sé Lýður ekki ákærður fyrir að hafa setið þeim megin borðsins. Hann sé hins vegar ákærður fyrir að hafa greitt minna en nafnverð fyrir hlutabréfin. Það gangi ekki upp þar sem það sé seljandans að bera ábyrgð á söluandvirði bréfanna. Því hafi sérstökum saksóknara borið að ákæra stjórn Exista sem tók ákvörðun um að ganga til samninga við BBR.

Gestur sagði að ef sérstakur saksóknari hefði ákært stjórn Exista vegna ákvörðunar um að selja bréfin á undirverði hefði hugsanlega verið hægt að ákæra Lýð fyrir hlutdeilt í verknaðinum. Þar sem stjórn Exista hafi hins vegar ekki verið ákærð sé hins vegar ekki einu sinni hægt að sakfella Lýð fyrir hlutdeildarbrot.

„Skyldan til að fara að lögum við sölu hlutafés í Exista hvíldi á þeim sem komu fram fyrir hönd félagsins, ekki öðrum,“ sagði Gestur og bætti við að engin vafi léki á því að Lýði yrði ekki gerð refsing fyrir athafnir sem hann vann fyrir BBR í viðskiptum við Exista. Ábyrgðin liggi hjá stjórn Exista en ekki viðsemjandanum. Þetta sé kristaltært.

Ólafur Þór Hauksson ásamt aðstoðarfólki sínu.
Ólafur Þór Hauksson ásamt aðstoðarfólki sínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Á leið til Los Angeles í boði K100 og WOW air

06:34 Það voru glaðir hlustendur sem mættu til hátíðlegrar athafnar í Hádegismóum í gær. Þær Aðalheiður G. Hauksdóttir, Eirún Eðvaldsdóttir og Þóra Kjartansdóttir mættu ásamt mökum og börnum í hljóðver K100 til þess að taka við flugmiðum til ævintýraborgarinnar Los Angeles, í boði K100 og WOW air. Meira »

Samkeppni um heimsendingar á matvöru

06:23 Heimsending á matvöru virðist vera orðin raunverulegur valkostur á Íslandi. Tilraunir hafa verið gerðar með slíkt undanfarin misseri en nú stefnir í samkeppni á þessum markaði og það eru góð tíðindi fyrir neytendur. Meira »

Innviðir að þolmörkum

06:18 Vísbendingar eru um að innviðir Suðurnesja séu komnir að þolmörkum. Það kann að hamla vexti ferðaþjónustunnar á næstu árum.  Meira »

Þörf á betri stuðningi við þolendur

06:18 „Mér finnst vera vöntun á betri stuðningi við unga krakka sem lenda í þeim aðstæðum sem ég lenti í,“ segir Embla Kristínardóttir, sem steig fram í viðtali við RÚV í fyrrakvöld og sagði frá því þegar fullorðinn afreksmaður í frjálsum íþróttum nauðgaði henni. Meira »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
Borstofuskápur frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuskáp frá Öndvegi / Heimahúsinu. Skápurinn er 220 x 55 x...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd, 58cm, hæð, 99 cm, dýp...
 
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...