Leifur kominn með ferðafélaga

Leifur Örn Svavarson.
Leifur Örn Svavarson. mbl.is/Styrmir Kári

„Leið vel í norðurskarði. Líkaminn er greinilega farinn að aðlagast hæðinni þannig að daglegar athafnir eins og að klæða sig í skóna eru orðnar mun auðveldari,“ skrifar fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson á ferðabloggsíðu sína, sem stefnir að því að komast á topp Everest-fjalls.

Leifur Örn greinir frá því að hann sé kominn með klifurfélaga, sherpann Gyaljin, sem honum líst vel á.

„Hann er 36 ára, 5 barna faðir og með heilmikla fjallareynslu. Eins og flestir sherparnir hefur hann fengið að vinna sig upp frá grunni, en það er harður skóli þar sem hann byrjaði sem aðstoðarmaður í eldhúsi áður en hann gerðist burðarmaður. Því næst vann hann sig upp í að verða háfjalla-sherpi og hefur hann klifið Cho Oyu nokkrum sinnum, farið á sishapangma og  klifið norðurhlíð Everest 3 sinnum svo eitthvað sé nefnt. Hann er sterkur og stendur sig vel tæknilega þannig að mér líst vel á hann sem traustan ferðafélaga fyrir toppinn,“ skrifar fjallagarpurinn

mbl.is