Á topp Everest í næstu viku

Gangi allt að óskum mun fjallamaðurinn Leifur Örn Svavarsson ná toppi Mt. Everest um miðja næstu viku þegar veðurskilyrði ættu að vera hagstæð. Leiðangurinn hefur gengið vel að hans sögn en hann ræddi við mbl.is í morgun um göngu sína á hæsta tind veraldar.  

Leifur Örn sem gengur norðanmegin á tindinn, sem er bæði fáfarnari leið og erfiðari, frétti af Íslandsvininum Huang Nubo á fjallinu en hefur ekki náð að hitta kappann þó hann vonist til þess. Hann segist líka blessunarlega laus við að fylgjast með stjórnarmyndunarviðræðum og að bragðskyn minnki mikið í rúmlega 7000 metra hæð.

mbl.is