Fagna stækkun hvalaskoðunarsvæðis

Hrefna á sundi í Faxaflóa.
Hrefna á sundi í Faxaflóa. mbl.is/Jim Smart

Samtök ferðaþjónustunnar fagna ákvörðun atvinnu- og nýsköpunarráðherra að stækka það svæði sem hvalaskoðunarfyrirtækin hafa til umráða á Faxaflóa en samtökin hafa lagt mikla áherslu á að banna allar hvalveiðar í Faxaflóa og innan 30 sjómílna frá öllum hvalaskoðunarsvæðum. „Þrátt fyrir að ráðherra hafi ekki orðið við þeirri ósk þá er þetta skref mikilvægt,“ segir í tilkynningu frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

 Samtökin hafa furðað sig á því að hrefnuveiðar skuli að hefjast enn á ný án þess að nefnd sem skipuð var af ráðherra um nýtingu hvala hafi lokið störfum.

 „Forstöðumenn hvalaskoðunarfyrirtækjanna í Reykjavík hafa því miklar áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur síðastliðin ár að færri og færri hrefnu sjást í hverri ferð þar sem þær hrefnur, sem verða fyrir áreiti veiðimanna, styggjast. Því má líta á hrefnuveiðar, sér í lagi veiðarnar innan hvalaskoðunarsvæðisins, sem beina ógn við starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækja á svæðinu.

 Þess vegna er þessari ákvörðun fagnað,“ segir í tilkynningunni.

Frétt mbl.is: Stækka griðland hvala á Faxaflóa

mbl.is

Bloggað um fréttina