Leifur Örn kominn á toppinn

Leifur Örn Svavarsson
Leifur Örn Svavarsson

Leifur Örn Svavarsson náði á topp Everest um sólarupprás og gekk ferðalagið vel. Mikið rok er á toppnum, samkvæmt upplýsingum frá Elínu Sigurveigu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra Íslenskra fjallaleiðsögumanna en í höfuðstöðvum fyrirtækisins fylgdist fólk með ferðalagi Leifs í gærkvöldi og nótt.

Leifur Örn er fyrsti Íslendingurinn sem fer á topp Everest norðanmegin í fjallinu en hún er mun fáfarnari og erfiðari en sú sem venjulega er farin.

Sjá nánar hér

mbl.is