Ólýsanlegt á toppi Everest

Ingólfur Geir Gissurarson á toppi Everest á þriðjudagsmorgun.
Ingólfur Geir Gissurarson á toppi Everest á þriðjudagsmorgun.

„Það er ólýsanleg tilfinning að standa þarna og horfa yfir,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, sem stóð á tindi Everest-fjalls síðasta þriðjudagsmorgun. Gangan var ekki án vandkvæða en í miklum bratta í 8.700 metra hæð sprakk þrýstijafnari súrefniskútsins og tóku þá við „ótrúlegar erfiðar“ 5-10 mínútur.

Ingólfur var staddur á nokkurs konar uppskeruhátíð í grunnbúðum þegar hann ræddi við blaðamann. Hann sagði gönguna upp fjallið hafa verið afar erfiða. „Þetta er það erfiðasta sem maður hefur gert í lífinu.“ Lagt var af stað á toppinn kl. 23 að staðartíma á mánudagskvöld. „Þá var farið yfir ísfallið, skriðjökul sem er eitt frægasta kennileitið hérna á Everest. Það er hrikalegt að labba um þetta, sem betur fer er alltaf farið að nóttu til því þá sérðu það ekki,“ útskýrir Ingólfur. „Þá er líka frost og hörkugaddur og þetta helst betur saman. Munur á hita á nóttu og degi getur verið 40-50 stig. Það eru sérstakir sjerpar sem leggja brautir um þetta og fara yfir þetta á hverjum degi því þetta er alltaf að hreyfast og færast úr stað og það hrynja kannski úr þessu 40-60 tonna stykki. Það er best að fara þetta í myrkri með ljós þannig að þú sjáir ekki hvað er fyrir ofan þig,“ bætir hann við. „Ísfallið er alltaf það sem menn óttast á fjallinu. Það er hættulegt og hefur verið að taka mannslíf.“

Gengu fram á látinn mann

Ingólfur segir að ferðin fram og til baka úr þriðju búðunum og upp á topp hafi aðeins tekið um 10 klukkustundir, sem sé með hraðara móti. „Það er ákveðið öryggi í því að keyra á þetta eins og þú getur, eins og að hlaupa maraþonhlaup upp fjall,“ segir hann. Skömmu eftir að hann var kominn upp fyrir Svalirnar svokölluðu, sem eru 8.400 metrum yfir sjávarmáli, varð hann fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að ganga fram á nýlátinn mann. „Hann var frá Bangladess og hafði líklega látist nóttina áður. Svona er þetta hér ef þú ert ekki í almennilegu standi hjá góðu fyrirtæki. Það eru margir sem fara þarna af kappi frekar en forsjá.“

Þrýstijafnari súrefniskútsins sprakk

Ingólfur og sjerparnir héldu áfram göngunni og segir hann að það hafi verið gríðarlega erfitt að taka fram úr fólki og hleypa fólki fram úr sér á þröngu einstigi. Línur liggi þarna um og hann hafi verið „húkkaður í tvöfaldri tryggingu.“ í miklum bratta. „Það má ekkert fara úrskeiðis því það er 60 gráðu halli,“ segir Ingólfur en síðan gerðist það, í 8.700 metra hæð og 40 stiga frosti, að þrýstijafnari súrefniskútsins sprakk vegna kulda. Hlutverk þrýstijafnarans er að stýra súrefnisflæðinu inn í grímuna sem nauðsynlegt er að bera. „Það varð uppi fótur og fit. Sem betur fer var einn af þremur leiðsögumönnunum, sem var staddur 15 metrum fyrir neðan mig, með varaþrýstijafnara en þetta voru ótrúlegar erfiðar  5-10 mínútur sem maður var þarna án súrefnis. Ég fann strax að ég fékk ekki nægt súrefni en sjerparnir skiptu um tækið á staðnum í þessum mikla bratta.“

Hann segir að það sé varla hægt að lýsa því hvað fór um huga hans þessar mínútur, þetta hafi verið sérstaklega ógnvænlegt í ljósi þess að aðeins stuttu áður höfðu þeir gengið framhjá líkinu. „Þetta var afskaplega óþægilegt. Það er ekkert sem þú getur gert í 8.700 metra hæð án súrefnis, maður deyr einfaldlega mjög fljótt,“ segir Ingólfur. Spurður hvernig hann hafi brugðist við segist hann hafa lagst niður á meðan tækið var lagað, dregið djúpt andann og reynt að halda loftinu eins lengi og hann gat í lungunum. „Það er 33% af súrefni þarna miðað við sjávarmál. Síðan lagaðist þetta sem betur fer og við héldum förinni áfram.“

Ekki löngu eftir þetta var Ingólfur kominn á toppinn. „Þetta er ólýsanlegt. Þú ert hátt yfir öllu og sérð bogann á jörðinni. Það eru fjögur önnur fjöll sjáanleg í kring og maður sér pýramídaskuggann fræga. En það var gríðarlega hvasst, að minnsta kosti 30 hnútar og 40 stiga frost þannig að það var ekki hægt að gera mikið.“  Ingólfur var á toppnum í rúmar 20 mínútur, tók fjölda mynda og síðan hófst gangan niður.

Tvö ár að fá leyfi hjá konunni

Eins og fyrr segir er Ingólfur nú staddur í grunnbúðunum. „Það má segja að maður sé allt að því hólpinn. Ég á reyndar þriggja daga göngu eftir að flugvellinum og legg af stað í fyrramálið.“ Hann flýgur til Katmandú og gerir ráð fyrir að koma til Íslands á miðvikudaginn. Spurður hvað taki þá við segist Ingólfur ætla að slaka á þar sem hann finni fyrir gífurlegri þreytu. Hvað frekari fjallgöngur varðar þá segist hann ekki vita hvaða verkefni hann takist næst á við. „Það tók mig tvö ár að fá leyfi hjá konunni að fara þetta,“ segir hann í léttum tón. Hann komist í það minnsta ekkert hærra en hvað aðra tinda yfir 8.000 metra hæð varði þá séu þeir flestir hættulegri en Everest þannig að hann láti eflaust vera að hugsa um að klífa þá.

Ingólfur segir Everest-gönguna það erfiðasta sem hann hefur gert í ...
Ingólfur segir Everest-gönguna það erfiðasta sem hann hefur gert í lífinu.
mbl.is

Innlent »

Jörð skelfur í Grindavík

21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Íslendingur í annað sinn

21:48 Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva af úr heiminum, til að mynda Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952 Meira »

8-10 vikna bið eftir dagvistun

21:41 Biðtími eftir dagvistunarplássi fyrir yngstu börn í Hafnarfirði er á bilinu 8-10 vikur samkvæmt þeim biðlista sem eru upplýsingar um hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar. Þetta segir Einar Bárðarson samskiptastjóri Hafnarfjarðar. Meira »

Páskaegg í búðir 10 vikum fyrir páska

21:17 Þrátt fyrir að enn séu um 10 vikur í páska eru páskaegg komin í sölu, alla vega í einni verslun Hagkaupa. Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í verslun fyrirtækisins í Skeifunni var búið að koma upp einni appelsínugulri körfu þar sem hægt var að finna lítil páskaegg í stærð tvö. Meira »

Kastaðist út úr bílnum

20:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Þyrlan í útkall á Lyngdalsheiði

18:16 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einn slasaðan á Lyngdalsheiði rétt fyrir klukkan fimm í dag eftir að smárúta valt á heiðinni. Lenti þyrlan við Landspítalann um sexleytið. Meira »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
 
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...