Ólýsanlegt á toppi Everest

Ingólfur Geir Gissurarson á toppi Everest á þriðjudagsmorgun.
Ingólfur Geir Gissurarson á toppi Everest á þriðjudagsmorgun.

„Það er ólýsanleg tilfinning að standa þarna og horfa yfir,“ segir Ingólfur Geir Gissurarson, sem stóð á tindi Everest-fjalls síðasta þriðjudagsmorgun. Gangan var ekki án vandkvæða en í miklum bratta í 8.700 metra hæð sprakk þrýstijafnari súrefniskútsins og tóku þá við „ótrúlegar erfiðar“ 5-10 mínútur.

Ingólfur var staddur á nokkurs konar uppskeruhátíð í grunnbúðum þegar hann ræddi við blaðamann. Hann sagði gönguna upp fjallið hafa verið afar erfiða. „Þetta er það erfiðasta sem maður hefur gert í lífinu.“ Lagt var af stað á toppinn kl. 23 að staðartíma á mánudagskvöld. „Þá var farið yfir ísfallið, skriðjökul sem er eitt frægasta kennileitið hérna á Everest. Það er hrikalegt að labba um þetta, sem betur fer er alltaf farið að nóttu til því þá sérðu það ekki,“ útskýrir Ingólfur. „Þá er líka frost og hörkugaddur og þetta helst betur saman. Munur á hita á nóttu og degi getur verið 40-50 stig. Það eru sérstakir sjerpar sem leggja brautir um þetta og fara yfir þetta á hverjum degi því þetta er alltaf að hreyfast og færast úr stað og það hrynja kannski úr þessu 40-60 tonna stykki. Það er best að fara þetta í myrkri með ljós þannig að þú sjáir ekki hvað er fyrir ofan þig,“ bætir hann við. „Ísfallið er alltaf það sem menn óttast á fjallinu. Það er hættulegt og hefur verið að taka mannslíf.“

Gengu fram á látinn mann

Ingólfur segir að ferðin fram og til baka úr þriðju búðunum og upp á topp hafi aðeins tekið um 10 klukkustundir, sem sé með hraðara móti. „Það er ákveðið öryggi í því að keyra á þetta eins og þú getur, eins og að hlaupa maraþonhlaup upp fjall,“ segir hann. Skömmu eftir að hann var kominn upp fyrir Svalirnar svokölluðu, sem eru 8.400 metrum yfir sjávarmáli, varð hann fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að ganga fram á nýlátinn mann. „Hann var frá Bangladess og hafði líklega látist nóttina áður. Svona er þetta hér ef þú ert ekki í almennilegu standi hjá góðu fyrirtæki. Það eru margir sem fara þarna af kappi frekar en forsjá.“

Þrýstijafnari súrefniskútsins sprakk

Ingólfur og sjerparnir héldu áfram göngunni og segir hann að það hafi verið gríðarlega erfitt að taka fram úr fólki og hleypa fólki fram úr sér á þröngu einstigi. Línur liggi þarna um og hann hafi verið „húkkaður í tvöfaldri tryggingu.“ í miklum bratta. „Það má ekkert fara úrskeiðis því það er 60 gráðu halli,“ segir Ingólfur en síðan gerðist það, í 8.700 metra hæð og 40 stiga frosti, að þrýstijafnari súrefniskútsins sprakk vegna kulda. Hlutverk þrýstijafnarans er að stýra súrefnisflæðinu inn í grímuna sem nauðsynlegt er að bera. „Það varð uppi fótur og fit. Sem betur fer var einn af þremur leiðsögumönnunum, sem var staddur 15 metrum fyrir neðan mig, með varaþrýstijafnara en þetta voru ótrúlegar erfiðar  5-10 mínútur sem maður var þarna án súrefnis. Ég fann strax að ég fékk ekki nægt súrefni en sjerparnir skiptu um tækið á staðnum í þessum mikla bratta.“

Hann segir að það sé varla hægt að lýsa því hvað fór um huga hans þessar mínútur, þetta hafi verið sérstaklega ógnvænlegt í ljósi þess að aðeins stuttu áður höfðu þeir gengið framhjá líkinu. „Þetta var afskaplega óþægilegt. Það er ekkert sem þú getur gert í 8.700 metra hæð án súrefnis, maður deyr einfaldlega mjög fljótt,“ segir Ingólfur. Spurður hvernig hann hafi brugðist við segist hann hafa lagst niður á meðan tækið var lagað, dregið djúpt andann og reynt að halda loftinu eins lengi og hann gat í lungunum. „Það er 33% af súrefni þarna miðað við sjávarmál. Síðan lagaðist þetta sem betur fer og við héldum förinni áfram.“

Ekki löngu eftir þetta var Ingólfur kominn á toppinn. „Þetta er ólýsanlegt. Þú ert hátt yfir öllu og sérð bogann á jörðinni. Það eru fjögur önnur fjöll sjáanleg í kring og maður sér pýramídaskuggann fræga. En það var gríðarlega hvasst, að minnsta kosti 30 hnútar og 40 stiga frost þannig að það var ekki hægt að gera mikið.“  Ingólfur var á toppnum í rúmar 20 mínútur, tók fjölda mynda og síðan hófst gangan niður.

Tvö ár að fá leyfi hjá konunni

Eins og fyrr segir er Ingólfur nú staddur í grunnbúðunum. „Það má segja að maður sé allt að því hólpinn. Ég á reyndar þriggja daga göngu eftir að flugvellinum og legg af stað í fyrramálið.“ Hann flýgur til Katmandú og gerir ráð fyrir að koma til Íslands á miðvikudaginn. Spurður hvað taki þá við segist Ingólfur ætla að slaka á þar sem hann finni fyrir gífurlegri þreytu. Hvað frekari fjallgöngur varðar þá segist hann ekki vita hvaða verkefni hann takist næst á við. „Það tók mig tvö ár að fá leyfi hjá konunni að fara þetta,“ segir hann í léttum tón. Hann komist í það minnsta ekkert hærra en hvað aðra tinda yfir 8.000 metra hæð varði þá séu þeir flestir hættulegri en Everest þannig að hann láti eflaust vera að hugsa um að klífa þá.

Ingólfur segir Everest-gönguna það erfiðasta sem hann hefur gert í ...
Ingólfur segir Everest-gönguna það erfiðasta sem hann hefur gert í lífinu.
mbl.is

Innlent »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósaskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »

Notendum hjólaleigu fjölgar milli ára

Í gær, 21:30 Fleiri nýttu sér hjólaleiguna WOW citybike í sumar en í fyrrasumar. Vætutíð hafði áhrif fyrri hluta sumars en notkunin jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á sumarið og varð aukning í notendum á milli ára. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, sem starfrækir hjólaleiguna. Meira »

Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Í gær, 20:40 „Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðar Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Meira »

Niðurlægjandi að pissa ofan í glas

Í gær, 20:27 „Ég kom bara af fjöllum. Eftir að ég fékk þetta bréf hélt ég að það væri búið að fella allt niður,“ segir Theódór Helgi Helgason. Hann er ósáttur við gang mála eftir að hafa verið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum 16. júní vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Verja 65 milljónum í fullveldisfagnað

Í gær, 19:40 Áætlaður heildarkostnaður forsætisráðuneytisins vegna hátíðaviðburða sem fram fara 1. desember í tilefni af 100 ára sjálfstæði og fullveldi Íslands eru 65 milljónir króna, samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is um kostnað ráðuneytisins vegna hátíðahaldanna. Meira »

Skoða hvort málinu verði áfrýjað

Í gær, 19:02 Ingólf­ur Hauks­son, for­stjóri Glitn­is HoldCo, segir að verið sé að skoða hvort máli þrotabúsins gegn fjölmiðlunum Stundinni og Reykjavík Media verði áfrýjað til Hæstaréttar. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

Í gær, 18:48 Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Kastaði buxum út um glugga verslunar

Í gær, 18:37 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í byrjun febrúar á þessu ári stolið buxum að verðmæti um 10 þúsund króna úr verslun í Hafnarfirði með því að kasta þeim út um glugga í mátunarklefa verslunarinnar. Meira »

Kröfu Isavia hafnað

Í gær, 18:19 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna gjaldtöku Isavia ohf. á ytri rútustæðunum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli, en bráðabirgðaákvörðunin var tekin 17. júlí síðastliðinn. Meira »

Dæmdur í fangelsi fyrir fjölda brota

Í gær, 17:50 Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot á borð við líkamsárásir, fjársvik og þjófnað, auk fjölda fíkniefna- og umferðarlagabrota. Umferðarlagabrotin voru alls níu talsins, en í heildina voru ákæruliðirnir hátt í tuttugu talsins. Meira »

HR hefur ekki fengið náðhúsið afhent

Í gær, 17:30 Háskólinn í Reykjavík hefur fengið tvær af þrjá byggingum braggans við Nauthólsvík afhentar frá borginni, en ekki allar þrjár líkt og Óli Jón Hertervig, starfandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) greindi frá í morgun. Meira »

Hætt verði að nafngreina sakamenn

Í gær, 17:09 Verði fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra að lögum verða dómar og úrskurðir héraðsdómstóla sem varða viðkvæm persónuleg málefni ekki lengur birtir opinberlega. Þá verður nafnleyndar gætt í öllum tilfellum við birtingu dóma í sakamálum um þá sem þar koma við sögu. Meira »

Tilraun til að vega að trúverðugleika blaðamanns

Í gær, 16:49 Það að kalla blaðamann „óvin vinnandi stétta“, að segja að honum hafi verið „sigað á [okkur] af húsbónda sínum“ og lýsa honum sem „holum manni“, vegna harðra skoðanaskrifa hans um samningskröfur stéttarfélaga, er tilraun til að vega að mennsku hans og trúverðugleika. Meira »

Miklar götulokanir vegna kvennafrís

Í gær, 16:07 Miklar götulokanir verða í miðborginni á kvennafrídegi miðvikudaginn 24. október. Lokanir verða á Kalkofnsvegi og víðar vegna baráttufundar á Arnarhóli í tilefni af samkomunni, en sviði verður komið fyrir á Kalkofnsvegi fyrir framan Arnarhól. Meira »

Bilun í hitakerfi rúðunnar olli sprungu

Í gær, 15:45 Sprunga í rúðu í flugstjórnarklefa flugvélar Icelandair sem var á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur aðfaranótt laugardags myndaðist vegna bilunar í hitakerfi rúðunnar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með atvikið til skoðunar. Meira »

Rannsaka andlát ungrar konu

Í gær, 15:37 Ung kona fannst látin á heimili sínu á Akureyri á sunnudagsmorgun. Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið. Dánarorsök liggur ekki fyrir, en einn maður var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Meira »

Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

Í gær, 15:29 Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur á óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins. Meira »

Ekki hlaupið að verktakaskiptum

Í gær, 15:15 Akstursþjónusta fatlaðra á vegum Strætó bs. hefur gengið vel í dag þrátt fyrir gjaldþrot verktakans Prime Tours sem hafði 25 bíla í rekstri. Framkvæmdastjóri Strætó ætlar að funda með lögfræðingum á morgun og fara yfir næstu skref. Meira »
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...