Síðustu metrarnir eftir á Everest

Leifur Örn Svavarsson á Everest.
Leifur Örn Svavarsson á Everest.

„Veðrið er ekkert sérstakt hjá þeim en ef allt gengur vel þá eigum við von á að þau toppi einhvern tímann á milli miðnættis og fjögur í nótt að íslenskum tíma. Við eigum von því á milli eitt og tvö ef allt fer að óskum,“ segir Elín Sigurveig Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna, í samtali við mbl.is.

Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er nú kominn fast að tindi Everest-fjalls í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal en vakt hefur verið frá klukkan hálf ellefu hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum þar sem fylgst er með Leifi síðustu metrana. „Menn telja jafnvel að þessi vorgluggi til þess að komast á tindinn muni jafnvel lokast á morgun þannig að það er jafnvel annað hvort núna eða ekki. En við sjáum bara hvað gerist.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert