Þrír vélhjólamenn á sjúkrahús

mbl.is/Hjörtur

Þrír vélhjólamenn hafa verið fluttir á sjúkrahús í dag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum en allir munu þeir hafa verið þátttakendur í mótorkrosskeppni sem fram hefur farið í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í gær og í dag.

Einn þremenninganna var fluttur á Landspítalann í Fossvogi fyrr í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar en ekki fengust upplýsingar um líðan hans. Hinir tveir voru fluttir með sjúkrabifreið. Annar er kominn en hinn á leiðinni. Meiðsl þeirra munu ekki vera alvarleg.

mbl.is