Hallsteinsgarður vígður í Grafarvogi

Forseti borgarstjórnar, Elsa Yeoman, veitti viðtöku höfðinglegri gjöf Hallsteins Sigurðssonar myndlistarmanns til Reykvíkinga á Grafarvogsdaginn sem haldinn var hátíðlegur í gær. Um er að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989-2012 á hæð austan við gömlu áburðarverksmiðjuna í Gufunesi.

Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að búið sé að merkja svæðið Hallsteinsgarð og tileinka Hallsteini þannig landsvæðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert