Milljarðamæringur aðalvitnið

Milljarðamæringurinn Knut Axel Ugland er aðalvitnið í morðmálinu.
Milljarðamæringurinn Knut Axel Ugland er aðalvitnið í morðmálinu. Ljósmynd/agderposten.no

Milljarðamæringurinn Knut Axel Ugland er aðalvitnið í morðinu á útvarpsmanninum Helge Dahle í Valle í Noregi um helgina. Hinn grunaði er 38 ára Íslendingur sem búsettur hefur verið þar í landi undanfarin 13a ár.

Dahle lést eftir að hafa verið stunginn nokkrum sinnum með hnífi aðfaranótt sunnudagsins.  Atvikið átti sér stað í samkvæmi en flestir gestanna voru farnir þegar árásin átti sér stað. Ugland segir í samtali við Agderposten að fram að henni hafi allir skemmt sér vel og Dahle og hinn grunaði hafi verið í góðu skapi, spjallað saman og hlegið.

Um 10-15 manns voru í samkvæminu en þegar árásin átti sér stað voru aðeins þrír gestir eftir. Lögreglan var kölluð til laust fyrir klukkan fjögur og handtók hinn grunaða en Dahle var fluttur á spítala í Osló þar sem hann lést af sárum sínum.

Að sögn lögreglunnar hefur verið rætt við vitni sem eiga erfitt með að muna nákvæmlega hvað gerðist um nóttina og hver aðdragandi árásarinnar var. Lögreglan hefur rætt við manninn en formleg yfirheyrsla mun fara fram síðar í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert