Á annað þúsund við Stjórnarráðið

Á annað þúsund manns komu saman við Stjórnarráðið síðdegis í …
Á annað þúsund manns komu saman við Stjórnarráðið síðdegis í dag þar sem áskorun var komið á framfæri við forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Á bilinu 1.000 og 1.200 manns komu saman við Stjórnarráðshúsið nú á sjötta tímanum til að afhenda forsætisráðherra áskorun frá Landvernd.

Þar eru forsætisráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra hvattir til að hverfa frá yfirlýsingum um að fjöldi svæða, þar á meðal á miðju hálendinu, verði færður í virkjanaflokk rammaáætlunar.

„Landvernd hvetur til víðtæks samráðs stjórnvalda við almenning, náttúruverndar- og útivistarsamtök, ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög með það að markmiði að ná þjóðarsátt um náttúruverndar- og virkjanamál. Niðurstöðu slíks samráðs mætti bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar,“ segir í ályktuninni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tók sjálfur ekki við áskoruninni. Þess í stað tók Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður hans, við henni við misjafnan fögnuð viðstaddra.

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, afhenti honum áskorunina og hélt örlitla tölu á staðnum.

Frétt mbl.is: Leiðrétta misskilning ráðherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert