Segir ESB-stefnuna óskýra

Árna Þór Sigurðsson
Árna Þór Sigurðsson mbl.is/Jim Smart

„Það sem stendur í stjórnarsáttmálanum um Evrópumálin er miklu almennara en ég reiknaði með. Ég reiknaði með að þar yrði mjög ákveðið og afdráttarlaust kveðið á um hvað ríkisstjórnin ætlaði að gera í þessu máli,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og fráfarandi formaður utanríkismálanefndar, sem gagnrýnir óskýr ákvæði sáttmálans.

„Það er hægt að túlka það á margvíslegan veg. Og það er ekki út frá stjórnarsáttmálanum hægt að segja að viðræðunum við Evrópusambandið sé beinlínis hætt og alls ekki hægt að draga þá ályktun að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki.“


Viðræðuhléið haldi áfram

„Það sem ég merki af yfirlýsingum forystumanna stjórnarflokkanna í kjölfar kosninganna er að hléið sem var gert á viðræðum í vetur haldi áfram og að þær verði ekki teknar upp að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

- Felur það í sér að vinna í samningsköflum sem búið er að opna sé í gangi enn þá?

„Já, ég reikna með að það verði sett á ís.“

- Það er þá ekki búið að því?

„Ekki að mér vitanlega. Ég náttúrulega veit ekki hvaða fyrirmæli hafa verið gefin í stjórnsýslunni. En mér finnst það líklegt að það verði sett á ís.

Það vekur síðan athygli [í stjórnarsáttmálanum] að það er engin tímasetning á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna eða ekki. Það er bara sagt að það eigi að vinna úttekt á stöðunni og þróuninni innan ESB. Það er svo sem ágætt að fá úttekt á því og fá umræðu um það í þinginu.“


Stjórnarflokkarnir vilji stíga varlega til jarðar

- Þannig að þér finnst ekki hægt að lesa það úr orðalagi stjórnarsáttmálans að það beri að stöðva ESB-viðræðurnar strax? Lestu það út úr sáttmálanum að það eigi að láta viðræðurnar lognast út af?

„Já. Ég túlka það þannig. Ég hafði átt von á miklu afdráttarlausara orðalagi. Þess vegna kom það mér svolítið á óvart. Mér sýnist að stjórnarflokkarnir vilji stíga mjög varlega til jarðar.“ 

- Hvaða skilaboð hefur fengið frá Brussel að undanförnu?

„Ég hef svo sem ekki verið í neinu sambandi við neina þar. Þannig að ég hef ekki fengið nein skilaboð. Ég hef tekið eftir því sem menn eru að segja þar að menn bíða eftir skilaboðum frá íslenskum stjórnvöldum og hugsanlega einhverjum fundum.

Ég reikna nú með að íslensk stjórnvöld þurfi að eiga fundi með forystu Evrópusambandsins. Bæði um viðræðurnar og svo samskiptin almennt. Því burtséð frá þessari aðildarumsókn eigum við auðvitað mikil samskipti við Evrópumsambandið.“

- Þannig að þú túlkar það sem svo að það sé líka skilningur ESB að orðalag stjórnarsáttmálans sé almennt og þarfnist skýringar?

„Já. Ég verð ekki var við annað en að það sé almennur skilningur.“


Regnboginn hafi notið lítils stuðnings

- Hver verður afstaða VG til ESB-málanna á nýju kjörtímabili nú þegar ríkisstjórnarsamstarfið vð Samfylkinguna, einarðasta ESB-flokk landsins, er að baki? Þetta mál hefur augljóslega tekið mjög á VG og Regnboginn m.a. orðið til sem klofningsframboð úr flokknum.

„Af því að þú vísar í klofningsframboð frá okkar út af þessu máli að þá fékk það í sjálfu sér ekki breiðan stuðning. Skoðanakannanir hafa nú sýnt að meirihluti af okkar stuðningsfólki, kjósendum, vill ljúka þessum aðildarviðræðum og það varð líka niðurstaðan á okkar landsfundi í vetur. Niðurstaðan var að viðræðunum yrði lokið og sú nðurstaða borin undir þjóðina. Þar vorum við að tala um um það bil innan árs, eða eitthvað þess háttar.

Þannig að ég reikna með að við myndum styðja slíkt ferli ef menn tækju ákvörðun um að ljúka viðræðum og taka þjóðaratkvæðagreiðslu um þá niðurstöðu, ef það væri að gerast innan árs, eða eitthvað þess háttar. Ég reikna með að menn myndu styðja slíkt.

Nú veit ég ekki hvort að það verður uppleggið hjá nýju stjórnarflokkunum. Mér finnst líklegra að þeir haldi á þessu ís og verði með þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort það eigi að halda þeim áfram eða ekki.

Tímasetningin á því liggur ekki fyrir og mér finnst að það megi draga þá ályktun af orðum forystumanna stjórnarflokkanna að þeir vilja frekar draga það fremur en hitt.“


Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu

- Er þá Vinstrihreyfingin - grænt framboð með eða á móti aðild eins og stendur?

„Já. Okkar samþykkt á landsfundi var mjög skýr. Við ítrekuðum okkar andstöðu við að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu. Við viljum hins vegar að þetta mál verði útkljáð á lýðræðislegan hátt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var niðurstaða landsfundarins að besta aðferðin til þess væri að taka afstöðu til samningsniðurstöðu.“

- Hefur óróinn á evrusvæðinu og hugsanleg þróun í átt til bankabandalags haft einhver áhrif á afstöðu VG?

„Já. Það hefur augljóslega áhrif á afstöðu þjóðarinnar. Við sjáum það í skoðanakönnunum og hvernig þær eru að þróast. 2009, studdu eftir hrunið, var afstaða þjóðarinnar til aðildar önnur en hún hefur verið um langt skeið. Við vitum það. Við sjáum á þróun skoðanakannanna að það er augljóst að það sem hefur verið að gerast í Evrópu hefur haft áhrif á afstöðu þjóðarinnar.“

- Hefur þessi þróun haft áhrif á ykkur, stefnusmiði VG í utanríkismálum?

„Nei. Í sjálfu sér ekki á þessa meginafstöðu okkar. Við teljum hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins heldur en innan,“ segir Árni Þór.

mbl.is

Innlent »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

Í gær, 22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

Í gær, 21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

Í gær, 21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...