Fyrsti lambaskinnsjakki Eggerts varðveittur

Fyrsta flíkin sem Eggert feldskeri Jóhannsson saumaði samkvæmt pöntun, fyrir …
Fyrsta flíkin sem Eggert feldskeri Jóhannsson saumaði samkvæmt pöntun, fyrir Rannveigu Guðmundsdóttur, síðar alþingismann. mbl.is/Einar Falur

Þjóðminjasafni Íslands verður í dag afhent fyrsta flíkin sem Eggert Jóhannsson feldskeri saumaði eftir pöntun að loknu námi í Lundúnum og Svíþjóð. Rannveig Guðmundsdóttir, síðar alþingismaður og ráðherra, er eigandi lambaskinnsjakkans sem saumaður var árið 1977.

Í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því Eggert hóf framleiðslu á skinnfatnaði ákváðu Rannveig og Eggert að jakkinn skyldi komast í eigu þjóðarinnar og verða varðveittur hjá Þjóðminjasafni Íslands. Samkvæmt söfnunarstefnu Þjóðminjasafnsins er lögð áhersla á að fá til safnsins muni sem þýðingu hafa fyrir samtíma- og atvinnusögu landsmanna og fellur lambaskinnjakkinn vel að þessari stefnu.

Jakkinn verður afhentur Þjóðminjasafninu í dag kl. 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert