Skyrið smellpassar við tíðarandann

Skyrið er vinsælt.
Skyrið er vinsælt.

Á síðustu árum hefur orðið sprenging í sölu á skyri á Norðurlöndum og salan meira en tífaldast í verðmætum og magni á 4-5 árum. Útlit er fyrir að tekjur Mjólkursamsölunnar af beinni sölu og sérleyfum nemi um hálfum milljarði króna á þessu ári.

Mörg lönd hafa óskað eftir samningi um leyfi til að framleiða skyr og má nefna Bretland, Þýskaland, Japan og Bandaríkin en þar er unnið að stórum samningi um sérleyfi, að sögn Jóns Axels Péturssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS.

En hvers vegna er skyrið svona vinsælt í þessum löndum? „Skyrið einfaldlega smellpassar inn í tíðarandann,“ segir Jón Axel í umfjöllun um skyrútflutninginn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert