Engin ákvörðun um St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

„Það hefur ekkert verið tekin nein ný ákvörðun um það hvort húsnæðið verður tekið í notkun eða ekki.“

Þetta segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is, spurður að því hvort til standi að nýta húsnæði St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir heilbrigðisþjónustu á ný, en starfsemi þar var hætt í tíð fyrri ríkisstjórnar.

Kristján segir ennfremur að það hvort húsnæðið verði tekið í notkun á ný eða ekki verði tekið til skoðunar síðar meir.

mbl.is

Bloggað um fréttina