269 milljóna kr. árslaun

mbl.is/Ómar

Fjögurra manna slitastjórn Kaupþings fékk 269 milljónir króna í laun í fyrra. Sá sem hæstu launin hlaut var með ríflega sex og hálfa milljón króna á mánuði. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Fram kemur, að laun tveggja stjórnarmanna slitastjórnar Kaupþings hafi hækkað um tæp 50% milli ára. Launakostnaður slitastjórnar sé nærri þrefalt hærri í fyrra en árið 2011.

Þetta er á meðal þess sem kom fram á fundi kröfuhafa með slitastjórn Kaupþings sem haldinn í dag. Tekið er fram að fundurinn hafi farið fram fyrir luktum dyrum en fréttastofa RÚV fékk aðgang að gögnum sem þar voru kynnt, en þar megi sjá tölur um launakostnaðinn.

Þá segir, að Jóhannes R. Jóhannsson stjórnarmaður fái tæpar 80 milljónir. Í samtali við RÚV segir hann að um sé að ræða nokkurs konar umbun fyrir vel unnin störf.

mbl.is

Bloggað um fréttina