Beðið eftir rafvirkjanemum

Styrmir Kári

„Það eru góðar horfur á þessu sviði í dag,“ segir Sigurður Sigurðsson, formaður sveinsprófsnefndar í rafvirkjun. Á mánudag hófst sveinspróf í rafvirkjun með bóklegu prófi, en rúmlega 60 nemar gangast undir prófið þessa vikuna. Verkefnin eru af ýmsum toga, bæði bókleg og verkleg og eiga þau að endurspegla þær áskoranir sem rafvirkinn mætir í sínum daglegu störfum.

Sigurður segir rafvirkjunina góðan stökkpall fyrir háskólanám, en margir kjósa að mennta sig enn frekar að loknu sveinsprófi. Í dag starfa um 2000 rafvirkjar hér á landi og segir Sigurður einnig að mikil aðsókn sé eftir rafvirkjanemum hér á landi. 

Taka aldrei u beygjur

Áður en rafvirkjanemar fá að gangast undir sveinsprófið í rafvirkjuninni þurfa þeir annaðhvort að hafa lokið iðnnámi á verknámsbraut eða samningsbundnu iðnnámi. Í báðum tilvikunum starfa nemarnir á samning undir handleiðslu meistara í nokkurn tíma áður en þeir fá að spreyta sig á sjálfu sveinsprófinu. Prófið er haldið tvisvar á ári, í febrúar og júní. 

„Í verklega prófinu þurfa nemarnir að setja búnað í töflu, setja upp ljós, tengla og tenglarennur,“ segir Sigurður. Einnig þarf að tengja töflu og allan búnað í henni, ásamt því að ganga vel frá öllu. „Það má segja að það sé uppleggið í þessu prófi,“ bætir hann við. Í bóklega prófinu fást nemarnir meðal annars við iðnteikningu, rafmagnsfræði og reglugerðir. Í heildina litið ættu verkefni prófsins því að endurspegla þær áskoranir sem rafvirki fæst við í hans daglegu störfum

Verklega prófið er átta klukkustundir og fá nemendurnir ekki að vita nákvæmlega í hverju verklega prófverkefnið felst fyrr en það hefst. Þeir hafa þó aðgang að prófum fyrri ára og get því áttað sig á umfangi verkefnisins. „Við tökum þó aldrei neinar u beygjur,“ segir Sigurður. „Þeir vita nokkurn veginn að hverju þeir ganga þegar þeir koma inn í prófið.“

Hluti af undirbúningi prófsins er að útvega verkfæri og efni fyrir smíðina í prófinu samkvæmt lista. Miklu máli skiptir að vera vel undirbúinn og hafa réttu hlutina til staðar við lausn verkefnanna og því þurfa rafvirkjanemarnir að sýna skipulagshæfni og vandvirkni. 

Umgengni í prófinu skiptir máli

Í verklega prófinu dæma tveir meistarar hvern bás. „Við skoðum meðal annars hversu vel þetta er gert, hvernig þetta er lagt og síðan þarf búnaðurinn að virka,“ segir Sigurður. Prófdómararnir kanna hvernig staðið er að framkvæmd verksins og taka umgengni og efnisnýtingu inn í reikninginn.

Það er engin tilviljun að þessir þættir séu metnir sérstaklega í prófi sem þessu. „Þetta eru allt þættir sem skipta máli á vinnustaðnum sjálfum,“ segir Sigurður. „Ef umgengnin er góð, þá er framkvæmdin yfirleitt miklu betri og þá gengur vinnan miklu betur.“

Góðar horfur í rafvirkjuninni

Sveinsprófin eru síður en svo ný af nálinni en þau hafa verið haldin í áratugi. Sigurður hefur komið að prófunum í mörg ár og hefur því fylgst með mörgum nemum sýna fram á hæfni sína á í rafvirkjun. Elsti neminn sem hann man eftir var rúmlega sjötugur. Hann var smiður og hafði gefist upp á önnum rafvirkja og ákvað því að skella sér í námið til að geta bjargað sér sjálfur. 

„Árið 2007 varð algjör sprengja,“ segir Sigurður. Það ár komu um hundrað nemar í sveinprófið í júní, en í ár er von á 60 nemum.

„Í dag er beðið eftir nemum,“ segir Sigurður um aðsókn eftir rafvirkjum á Íslandi, en þetta hefur hann eftir rafvirkjameisturum hér á landi. Rúmlega 2000 einstaklingar starfa við rafvirkjun hér á landi og um 300 íslenskir rafvirkjar vinna í Noregi. „Það eru góðar horfur í þessu í dag.“

Styrmir Kári
Styrmir Kári
Styrmir Kári
mbl.is

Innlent »

„Ég gat ekkert gert“

09:18 Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis. Meira »

Betur fór en á horfðist með kornið

08:18 Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári. Meira »

Bjartviðri sunnan og vestanlands

08:17 Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Meira »

Deilt um mastur og útsýnispall

07:57 Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli. Meira »

Mikil þörf á öflugri dráttarbáti

07:37 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Meira »

Líkamsárás í Hafnarfirði

07:08 Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni. Meira »

Áhersla á notkun hjálma

05:30 Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka. Meira »

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst

05:30 Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað. Meira »

Heimilt að rífa stóra strompinn

05:30 Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

05:30 Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

05:30 Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »

Sektir eða fangelsi eiga við

05:30 Umhverfisstofnun sendi bandaríska listamanninum Kevin Sudeith bréf í upphafi mánaðar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um meint ólöglegt athæfi hans með því að rista listaverk í kletta hjá Stöðvarfirði. Meira »

Rifu bragga frá stríðsárunum

05:30 Verktakar í Kópavogi hafa á undanförnum vikum rifið niður græna braggann á Kársnesi. Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari segir braggann vera frá stríðsárunum. Bragginn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir. Meira »

Fíkniefni reyndust vera svínakjöt

Í gær, 23:22 Seinni partinn í dag var tilkynnt um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Lögregla stöðvaði viðkomandi nokkru síðar sem viðurkenndi fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt. Meira »

Göngumaður fannst kaldur og hrakinn

Í gær, 22:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld til að aðstoða við leit að manni sem villtist á göngu á Bláfjallaleið. Hópur frá Björgunarsveit Reykjavíkur fann manninn kaldan og hrakinn, en heilan á húfi um tuttugu mínútur í ellefu. Meira »

Vinnur að bók um bókband og bókbindara

Í gær, 21:54 Sigurþór Sigurðsson bókbindari hefur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upplýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga. Meira »

Árekstur við Hagkaup í Garðabæ

Í gær, 21:39 Árekstur varð við Hagkaup í Garðabæ í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir sjúkrabílar sendir á staðinn, eftir að tilkynnt var um áreksturinn um níuleytið í kvöld. Meira »

Vonast til að geta flýtt tvöföldun

Í gær, 21:31 Miðað við nýja samgönguáætlun sem gildir frá árinu 2019 til 2023 og langtímaáætlun til ársins 2033 er ekki gert ráð fyrir því að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar ljúki fyrr en eftir fimmtán ár. Meira »

Við erum of kappsöm í frístundum

Í gær, 20:40 „Ég ætla að nálgast þetta sem starfandi sálfræðingur, en mér finnst eftirsóknarvert að skoða hvað felst í „hygge“ og hvernig hægt er að tileinka sér það,“ segir Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur, en hún verður með námskeið í næstu viku hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um danska fyrirbærið hygge, eða eins og það er kallað á íslensku: Að hafa það huggulegt. Meira »