Beðið eftir rafvirkjanemum

Styrmir Kári

„Það eru góðar horfur á þessu sviði í dag,“ segir Sigurður Sigurðsson, formaður sveinsprófsnefndar í rafvirkjun. Á mánudag hófst sveinspróf í rafvirkjun með bóklegu prófi, en rúmlega 60 nemar gangast undir prófið þessa vikuna. Verkefnin eru af ýmsum toga, bæði bókleg og verkleg og eiga þau að endurspegla þær áskoranir sem rafvirkinn mætir í sínum daglegu störfum.

Sigurður segir rafvirkjunina góðan stökkpall fyrir háskólanám, en margir kjósa að mennta sig enn frekar að loknu sveinsprófi. Í dag starfa um 2000 rafvirkjar hér á landi og segir Sigurður einnig að mikil aðsókn sé eftir rafvirkjanemum hér á landi. 

Taka aldrei u beygjur

Áður en rafvirkjanemar fá að gangast undir sveinsprófið í rafvirkjuninni þurfa þeir annaðhvort að hafa lokið iðnnámi á verknámsbraut eða samningsbundnu iðnnámi. Í báðum tilvikunum starfa nemarnir á samning undir handleiðslu meistara í nokkurn tíma áður en þeir fá að spreyta sig á sjálfu sveinsprófinu. Prófið er haldið tvisvar á ári, í febrúar og júní. 

„Í verklega prófinu þurfa nemarnir að setja búnað í töflu, setja upp ljós, tengla og tenglarennur,“ segir Sigurður. Einnig þarf að tengja töflu og allan búnað í henni, ásamt því að ganga vel frá öllu. „Það má segja að það sé uppleggið í þessu prófi,“ bætir hann við. Í bóklega prófinu fást nemarnir meðal annars við iðnteikningu, rafmagnsfræði og reglugerðir. Í heildina litið ættu verkefni prófsins því að endurspegla þær áskoranir sem rafvirki fæst við í hans daglegu störfum

Verklega prófið er átta klukkustundir og fá nemendurnir ekki að vita nákvæmlega í hverju verklega prófverkefnið felst fyrr en það hefst. Þeir hafa þó aðgang að prófum fyrri ára og get því áttað sig á umfangi verkefnisins. „Við tökum þó aldrei neinar u beygjur,“ segir Sigurður. „Þeir vita nokkurn veginn að hverju þeir ganga þegar þeir koma inn í prófið.“

Hluti af undirbúningi prófsins er að útvega verkfæri og efni fyrir smíðina í prófinu samkvæmt lista. Miklu máli skiptir að vera vel undirbúinn og hafa réttu hlutina til staðar við lausn verkefnanna og því þurfa rafvirkjanemarnir að sýna skipulagshæfni og vandvirkni. 

Umgengni í prófinu skiptir máli

Í verklega prófinu dæma tveir meistarar hvern bás. „Við skoðum meðal annars hversu vel þetta er gert, hvernig þetta er lagt og síðan þarf búnaðurinn að virka,“ segir Sigurður. Prófdómararnir kanna hvernig staðið er að framkvæmd verksins og taka umgengni og efnisnýtingu inn í reikninginn.

Það er engin tilviljun að þessir þættir séu metnir sérstaklega í prófi sem þessu. „Þetta eru allt þættir sem skipta máli á vinnustaðnum sjálfum,“ segir Sigurður. „Ef umgengnin er góð, þá er framkvæmdin yfirleitt miklu betri og þá gengur vinnan miklu betur.“

Góðar horfur í rafvirkjuninni

Sveinsprófin eru síður en svo ný af nálinni en þau hafa verið haldin í áratugi. Sigurður hefur komið að prófunum í mörg ár og hefur því fylgst með mörgum nemum sýna fram á hæfni sína á í rafvirkjun. Elsti neminn sem hann man eftir var rúmlega sjötugur. Hann var smiður og hafði gefist upp á önnum rafvirkja og ákvað því að skella sér í námið til að geta bjargað sér sjálfur. 

„Árið 2007 varð algjör sprengja,“ segir Sigurður. Það ár komu um hundrað nemar í sveinprófið í júní, en í ár er von á 60 nemum.

„Í dag er beðið eftir nemum,“ segir Sigurður um aðsókn eftir rafvirkjum á Íslandi, en þetta hefur hann eftir rafvirkjameisturum hér á landi. Rúmlega 2000 einstaklingar starfa við rafvirkjun hér á landi og um 300 íslenskir rafvirkjar vinna í Noregi. „Það eru góðar horfur í þessu í dag.“

Styrmir Kári
Styrmir Kári
Styrmir Kári
mbl.is

Innlent »

„Ég er fædd á vitlausum áratug“

06:30 Salka Sól stígur á svið næstkomandi föstudag sem Janis Joplin. Hún segir að um leið og hún hafa uppgötvað Janis þá hafi henni liðið líkt og hún hafi fæðst á vitlausum áratug. Síðan þá hefur Salka verið undir miklum áhrif frá Janis og hennar söngstíl og túlkun. Meira »

Davíð Oddsson í viðtali á K100

06:18 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, verður gestur þeirra Ásgeirs Páls, Jóns Axels og Kristínar í morgunþætti K100 í dag. Davíð er sjötugur í dag og mætir í spjall til þeirra klukkan 8:30. Meira »

Kólnar hressilega í veðri

05:55 Veðurstofan varar við allhvassri norðanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum á Vestfjörðum, einkum norðan til. Vegurinn um Súðavíkurhlíð er lokaður vegna snjóflóðahættu en óvissustig er í gildi á norðanverðum Vestfjörum vegna snjóflóðahættu. Meira »

Stóðu í ströngu á Landspítalanum

05:30 Töluvert aukaálag myndaðist á Landspítalanum í gær í kjölfar þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lýsti því yfir að jarðvegsgerla væri að finna í neysluvatni í Reykjavík. Meira »

Verð íbúða á Akureyri aldrei hærra

05:30 Fjölgun íbúa, gott efnahagsástand og eftirspurn eftir leiguíbúðum hafa þrýst á fasteignaverð á Akureyri. Fyrir vikið hefur raunverð á fermetra í fjölbýli á Akureyri aldrei verið jafn hátt. Það var um 330 þúsund á þriðja fjórðungi 2017 sem er um 35 þús. kr. hærra á föstu verðlagi en 2006 og 2007. Meira »

Ofrannsökum D-vítamín

05:30 Í fyrra fóru 31.000 Íslendingar í rannsókn á stöðu D-vítamíns í líkamanum. Er það áttföld aukning frá árinu 2010 þegar 4.000 íslendingar létu athuga D-vítamínið hjá sér. Meira »

Brexit rætt í ríkisstjórn

05:30 „Vinnan hefur gengið vel fram til þessa og samskiptin við bresk stjórnvöld eru góð. Það er mikilvægt að vinna þetta örugglega og þétt.“ Meira »

Afmælinu líka fagnað úti í heimi

05:30 Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í gær að veita 10 milljóna framlag vegna afmælisdagskrár á vegum sendiráðanna í Kaupmannahöfn og Berlín í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Meira »

Lagt af stað til mælinga á loðnunni

05:30 Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu frá Reykjavík í gær til mælinga á loðnustofninum.  Meira »

Andlát: Vilhjálmur Grímur Skúlason

05:30 Vilhjálmur Grímur Skúlason, lyfjafræðingur og prófessor emeritus, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 11. janúar sl. 90 ára að aldri. Meira »

Verða að fresta aðgerðum

05:30 Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, segir að mjög mörg hálkuslys að undanförnu hafi orðið til þess að Landspítali hafi þurft að fresta ákveðnum fjölda aðgerða. Meira »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mestallt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Eldtraustur peningaskápur til sölu.
Penigaskápur með nýum talnalás, tegund VICTOR . breidd,58cm,,hæð,99cm,,dýpt,6...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...