Beðið eftir rafvirkjanemum

Styrmir Kári

„Það eru góðar horfur á þessu sviði í dag,“ segir Sigurður Sigurðsson, formaður sveinsprófsnefndar í rafvirkjun. Á mánudag hófst sveinspróf í rafvirkjun með bóklegu prófi, en rúmlega 60 nemar gangast undir prófið þessa vikuna. Verkefnin eru af ýmsum toga, bæði bókleg og verkleg og eiga þau að endurspegla þær áskoranir sem rafvirkinn mætir í sínum daglegu störfum.

Sigurður segir rafvirkjunina góðan stökkpall fyrir háskólanám, en margir kjósa að mennta sig enn frekar að loknu sveinsprófi. Í dag starfa um 2000 rafvirkjar hér á landi og segir Sigurður einnig að mikil aðsókn sé eftir rafvirkjanemum hér á landi. 

Taka aldrei u beygjur

Áður en rafvirkjanemar fá að gangast undir sveinsprófið í rafvirkjuninni þurfa þeir annaðhvort að hafa lokið iðnnámi á verknámsbraut eða samningsbundnu iðnnámi. Í báðum tilvikunum starfa nemarnir á samning undir handleiðslu meistara í nokkurn tíma áður en þeir fá að spreyta sig á sjálfu sveinsprófinu. Prófið er haldið tvisvar á ári, í febrúar og júní. 

„Í verklega prófinu þurfa nemarnir að setja búnað í töflu, setja upp ljós, tengla og tenglarennur,“ segir Sigurður. Einnig þarf að tengja töflu og allan búnað í henni, ásamt því að ganga vel frá öllu. „Það má segja að það sé uppleggið í þessu prófi,“ bætir hann við. Í bóklega prófinu fást nemarnir meðal annars við iðnteikningu, rafmagnsfræði og reglugerðir. Í heildina litið ættu verkefni prófsins því að endurspegla þær áskoranir sem rafvirki fæst við í hans daglegu störfum

Verklega prófið er átta klukkustundir og fá nemendurnir ekki að vita nákvæmlega í hverju verklega prófverkefnið felst fyrr en það hefst. Þeir hafa þó aðgang að prófum fyrri ára og get því áttað sig á umfangi verkefnisins. „Við tökum þó aldrei neinar u beygjur,“ segir Sigurður. „Þeir vita nokkurn veginn að hverju þeir ganga þegar þeir koma inn í prófið.“

Hluti af undirbúningi prófsins er að útvega verkfæri og efni fyrir smíðina í prófinu samkvæmt lista. Miklu máli skiptir að vera vel undirbúinn og hafa réttu hlutina til staðar við lausn verkefnanna og því þurfa rafvirkjanemarnir að sýna skipulagshæfni og vandvirkni. 

Umgengni í prófinu skiptir máli

Í verklega prófinu dæma tveir meistarar hvern bás. „Við skoðum meðal annars hversu vel þetta er gert, hvernig þetta er lagt og síðan þarf búnaðurinn að virka,“ segir Sigurður. Prófdómararnir kanna hvernig staðið er að framkvæmd verksins og taka umgengni og efnisnýtingu inn í reikninginn.

Það er engin tilviljun að þessir þættir séu metnir sérstaklega í prófi sem þessu. „Þetta eru allt þættir sem skipta máli á vinnustaðnum sjálfum,“ segir Sigurður. „Ef umgengnin er góð, þá er framkvæmdin yfirleitt miklu betri og þá gengur vinnan miklu betur.“

Góðar horfur í rafvirkjuninni

Sveinsprófin eru síður en svo ný af nálinni en þau hafa verið haldin í áratugi. Sigurður hefur komið að prófunum í mörg ár og hefur því fylgst með mörgum nemum sýna fram á hæfni sína á í rafvirkjun. Elsti neminn sem hann man eftir var rúmlega sjötugur. Hann var smiður og hafði gefist upp á önnum rafvirkja og ákvað því að skella sér í námið til að geta bjargað sér sjálfur. 

„Árið 2007 varð algjör sprengja,“ segir Sigurður. Það ár komu um hundrað nemar í sveinprófið í júní, en í ár er von á 60 nemum.

„Í dag er beðið eftir nemum,“ segir Sigurður um aðsókn eftir rafvirkjum á Íslandi, en þetta hefur hann eftir rafvirkjameisturum hér á landi. Rúmlega 2000 einstaklingar starfa við rafvirkjun hér á landi og um 300 íslenskir rafvirkjar vinna í Noregi. „Það eru góðar horfur í þessu í dag.“

Styrmir Kári
Styrmir Kári
Styrmir Kári
mbl.is

Innlent »

Tengsl milli áfallastreitu og sjálfsónæmis

15:22 Fólk sem hefur glímt við áfallastreituröskun er í aukinni hættu á að greinast síðar með sjálfsónæmissjúkdóma. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn vísindamanna við Háskóla Íslands. og Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Meira »

Fylgir ráðgjöf Hafró í einu og öllu

15:22 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Orðinn mikilvægur tengiflugvöllur

14:55 Keflavíkurflugvöllur er á meðal þeirra flugvalla þar sem mest aukning hefur orðið í tengimöguleikum frá árinu 2008, samkvæmt nýrri skýrslu sem alþjóðlegu flugvallasamtökin ACI sendu frá sér í dag. Meira »

Vill að borgin stofni hagsmunasamtök

14:48 Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til að Reykjavíkurborg stofni þrjú hagsmunasamtök. Oddviti sósíalista segir þetta vera til þess fallið að notendur þjónustunnar geti komið að ákvörðunum sem þá varða. Meira »

Yngsti forsetinn frá upphafi

14:48 Glatt var yfir mönnum fyrir setningu fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Gleðin tók þó brátt enda þegar minnihlutinn hóf að gera athugasemdir við meirihlutann þegar stóð til að kjósa forseta borgarstjórnar. Áberandi var að flokkar minnihlutans stóðu einhuga við kosningu í embætti borgarstjórnar. Meira »

Ákærðir fyrir að halda konum í gíslingu

14:33 Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn fyrir að halda tveimur konum í gíslingu í fjórar til sex klukkustundir á heimili annarrar konunnar og annars mannsins í júnímánuði fyrir tveimur árum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira »

Forðast viðskiptahindranir vegna Brexit

14:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og mikilvægi alþjóðaviðskipta á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegradríkjanna í Stokkhólmi í dag. Meira »

Sambærilegt en ásýndin öðruvísi

14:00 Víðir Reynisson öryggisstjóri KSÍ segir að allt hafi gengið að óskum varðandi öryggismál og aðbúnað íslenska karlalandsliðsins í Rússlandi en það dvelur í góðu yfirlæti í strandbænum Kabardinka við Svartahaf. Meira »

Rúrik vekur athygli á armböndum Krafts

13:33 Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason nýtir athyglina sem hann hefur hlotið á HM vel, en hann deildi mynd af sér með armband frá Krafti á Instagram-reikningi sínum og benti á Instagram-reikning Krafts í leiðinni. Meira »

„Þetta fer bara vel í mig“

13:12 Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir nýafstaðnar kosningar fer fram í dag og liggur talsverður fjöldi tillagna fyrir fundinum. Hefðbundið er að á fyrsta fundi séu ekki afgreiddar margar tillögur, að þessu sinni liggur fyrir fjöldi tillagna frá minnihlutanum. Meira »

Heilbrigðiskerfið byggist á fólki

12:29 „Það er mikilvægt að byggja hús, skapa gott umhverfi, hlúa að framtíðinni. Enn mikilvægara er að hafa í huga að heilbrigðiskerfi er og verður ekki byggt upp á húsum, heilbrigðiskerfi er byggt upp af fólki,“ segir formaður hjúkrunarráðs Landspítala í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra. Meira »

Dagurinn engin tilviljun

11:50 Facebook-hópurinn „Mæður og feður standa með ljósmæðrum“ stendur fyrir samstöðufundi vegna kjarabaráttu ljósmæðra í tilefni af kvennréttindadegi íslenskra kvenna í dag. Samninganefnd ljósmæðra á fund við samninganefnd ríkisins í fyrramálið, en ljósmæður höfnuðu nýjum samningi 8. júní. Meira »

Bríetar minnst á kvenréttindadeginum

11:25 Kvenréttindadagur íslenskra kvenna er í dag en á þessum degi fyrir hundrað og þremur árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Meira »

Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð

11:05 Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í Stigahlíð í Reykjavík í gærkvöldi. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, en að sögn sjónarvotta voru á staðnum þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum auk almennra lögreglubíla og lögreglumanna. Meira »

„Kona fer í stríð“ sýnd á Ísafirði

10:49 „Efni myndarinnar snertir málefni sem brenna á Vestfirðingum, hugmyndin er að í framhaldinu geti orðið samtal á milli fólks,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri og framleiðandi verðlaunakvikmyndarinnar Kona fer í stríð, í samtali við Morgunblaðið. Hann mun halda sérsýningu á kvikmyndinni í Ísafjarðarbíói kl. 17 síðdegis. Meira »

Leita að ökumanni sem ók á barn

10:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns rauðrar fólksbifreiðar sem ók á 7 ára dreng á reiðhjóli í Árskógum í Reykjavík skömmu fyrir kl. 16 mánudaginn 18. júní, þannig að líkamstjón hlaust af, en ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi. Meira »

Umferðarslys norðan við Akureyri

10:05 Lögregla og sjúkralið voru kölluð út á tíunda tímanum vegna umferðarslyss skammt norðan við Akureyri, í vestanverðum Eyjafirði. Svo virðist vera sem dekk hafi losnað undan vörubíl og skollið beint framan á fólksbíl, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Meira »

Svikin um miða á leikinn

08:35 Margir Íslendingar lögðu leið sína til Moskvu um síðustu helgi. Meðal þeirra er íslensk fjölskylda sem lenti í óskemmtilegri reynslu og var svikin um miða á leik Íslands gegn Argentínu í Moskvu. Meira »

Sólin dvalið norðaustan til

07:57 Frá sumardeginum fyrsta til og með 17. júní voru aðeins 210 sólarstundir á höfuðborgarsvæðinu, skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og teljist það langt undir meðallagi. Meira »
VAÐNES - sumarbústaðalóð
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Opnunar tilboð í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Vel með farinn Golfbíll til sölu á kr. 580.000
Bíllinn er með nýjum rafgeimum og mjög vel með farinn að öllu leiti. upplýsing...