Beðið eftir rafvirkjanemum

Styrmir Kári

„Það eru góðar horfur á þessu sviði í dag,“ segir Sigurður Sigurðsson, formaður sveinsprófsnefndar í rafvirkjun. Á mánudag hófst sveinspróf í rafvirkjun með bóklegu prófi, en rúmlega 60 nemar gangast undir prófið þessa vikuna. Verkefnin eru af ýmsum toga, bæði bókleg og verkleg og eiga þau að endurspegla þær áskoranir sem rafvirkinn mætir í sínum daglegu störfum.

Sigurður segir rafvirkjunina góðan stökkpall fyrir háskólanám, en margir kjósa að mennta sig enn frekar að loknu sveinsprófi. Í dag starfa um 2000 rafvirkjar hér á landi og segir Sigurður einnig að mikil aðsókn sé eftir rafvirkjanemum hér á landi. 

Taka aldrei u beygjur

Áður en rafvirkjanemar fá að gangast undir sveinsprófið í rafvirkjuninni þurfa þeir annaðhvort að hafa lokið iðnnámi á verknámsbraut eða samningsbundnu iðnnámi. Í báðum tilvikunum starfa nemarnir á samning undir handleiðslu meistara í nokkurn tíma áður en þeir fá að spreyta sig á sjálfu sveinsprófinu. Prófið er haldið tvisvar á ári, í febrúar og júní. 

„Í verklega prófinu þurfa nemarnir að setja búnað í töflu, setja upp ljós, tengla og tenglarennur,“ segir Sigurður. Einnig þarf að tengja töflu og allan búnað í henni, ásamt því að ganga vel frá öllu. „Það má segja að það sé uppleggið í þessu prófi,“ bætir hann við. Í bóklega prófinu fást nemarnir meðal annars við iðnteikningu, rafmagnsfræði og reglugerðir. Í heildina litið ættu verkefni prófsins því að endurspegla þær áskoranir sem rafvirki fæst við í hans daglegu störfum

Verklega prófið er átta klukkustundir og fá nemendurnir ekki að vita nákvæmlega í hverju verklega prófverkefnið felst fyrr en það hefst. Þeir hafa þó aðgang að prófum fyrri ára og get því áttað sig á umfangi verkefnisins. „Við tökum þó aldrei neinar u beygjur,“ segir Sigurður. „Þeir vita nokkurn veginn að hverju þeir ganga þegar þeir koma inn í prófið.“

Hluti af undirbúningi prófsins er að útvega verkfæri og efni fyrir smíðina í prófinu samkvæmt lista. Miklu máli skiptir að vera vel undirbúinn og hafa réttu hlutina til staðar við lausn verkefnanna og því þurfa rafvirkjanemarnir að sýna skipulagshæfni og vandvirkni. 

Umgengni í prófinu skiptir máli

Í verklega prófinu dæma tveir meistarar hvern bás. „Við skoðum meðal annars hversu vel þetta er gert, hvernig þetta er lagt og síðan þarf búnaðurinn að virka,“ segir Sigurður. Prófdómararnir kanna hvernig staðið er að framkvæmd verksins og taka umgengni og efnisnýtingu inn í reikninginn.

Það er engin tilviljun að þessir þættir séu metnir sérstaklega í prófi sem þessu. „Þetta eru allt þættir sem skipta máli á vinnustaðnum sjálfum,“ segir Sigurður. „Ef umgengnin er góð, þá er framkvæmdin yfirleitt miklu betri og þá gengur vinnan miklu betur.“

Góðar horfur í rafvirkjuninni

Sveinsprófin eru síður en svo ný af nálinni en þau hafa verið haldin í áratugi. Sigurður hefur komið að prófunum í mörg ár og hefur því fylgst með mörgum nemum sýna fram á hæfni sína á í rafvirkjun. Elsti neminn sem hann man eftir var rúmlega sjötugur. Hann var smiður og hafði gefist upp á önnum rafvirkja og ákvað því að skella sér í námið til að geta bjargað sér sjálfur. 

„Árið 2007 varð algjör sprengja,“ segir Sigurður. Það ár komu um hundrað nemar í sveinprófið í júní, en í ár er von á 60 nemum.

„Í dag er beðið eftir nemum,“ segir Sigurður um aðsókn eftir rafvirkjum á Íslandi, en þetta hefur hann eftir rafvirkjameisturum hér á landi. Rúmlega 2000 einstaklingar starfa við rafvirkjun hér á landi og um 300 íslenskir rafvirkjar vinna í Noregi. „Það eru góðar horfur í þessu í dag.“

Styrmir Kári
Styrmir Kári
Styrmir Kári
mbl.is

Innlent »

Gefa geitur, skólastofur og smokka

19:45 Um árabil hefur verið hægt að styrkja góð málefni um hátíðarnar með gjafabréfum. Sífellt bætist í flóruna og verkefnin sem hægt er að styrkja eru mörg. Salan er mikilvæg fjáröflun fyrir samtök og stofnanir á borð við Hjálparstarf kirkjunnar, UNICEF á Íslandi og UNWomen. Meira »

Hálkan lúmsk á Norðurlandi

18:50 „Þetta er ekki að fólk sé illa búið eða glæfraakstur sem veldur. Þetta er aðallega hversu lúmsk hálkan er,“ segir Hilmar Hilmarsson, lögreglumaður á Norðurlandi vestra, í samtali við mbl.is. Fimm umferðaróhöpp hafa átt sér stað í umdæminu um helgina og er aðallega um bílveltur að ræða. Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Meira »

Eiga rétt á að velja hvar þeir búa

18:30 Það er klárt brot á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að þvinga einstakling til búsetu einhvers staðar, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. RÚV greindi í gær frá karlmanni með alvarlegan geðsjúkdóm sem var komið fyrir á sveitabæ á Austurlandi því ekki voru önnur úrræði í boði. Meira »

„Milljón væri stórsigur“

18:00 Söfnun sjö slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir Frú Ragnheiði sem fer fram með vikulöngum róðri í verslun Under Armour í Kringlunni gengur gríðarlega vel og upphaflega markmiðinu hefur þegar verið náð. Talið er að milli ríflega sex hundrað þúsund krónur hafi safnast nú þegar og mórallinn er góður. Meira »

„Það er tundurdufl – skipið er að sökkva!“

17:02 Þrír hildarleikir á þremur árum eru umfjöllunarefni nýjustu bókar Óttars Sveinssonar. Með góðfúslegu leyfi Óttars er hér stuttlega gripið niður í einn þeirra atburða sem greint er frá. Meira »

Ekki áður í svo stórum verkefnum

16:02 Reykjavíkurborg og íslenska ríkið eru formlega búin að sækja um að fá að halda 33. verðlaunahátíð evrópsku kvikmyndaverðlaunanna árið 2020. Þetta staðfestir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

VG og Samfylkingin sitja á bar

15:50 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti í dag pistil á vefsíðu sinni þar sem velt er upp hver viðbrögð af Klausturmálinu hefðu verið ef annar flokkur en Miðflokkurinn ætti í hlut. Segist hann hafa fengið að birta pistilinn og kveðst vona að einhverjum þyki þetta jafn áhugavert og sér. Meira »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

í gær „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »