Liggur á en engir ungar

Svandís er búin að liggja lengi á en engir ungar …
Svandís er búin að liggja lengi á en engir ungar hafa sést. Steggurinn heldur henni félagsskap. mbl.is/RAX

Marga er farið að lengja eftir því að sjá álftarunga á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi. Álftin Svandís hefur legið á hreiðri sínu vikum saman en ekkert bólar á ungunum.

„Ég held að margir séu hræddir um að þetta séu fúlegg. Hún er búin að vera allt of lengi á hreiðrinu og liggur enn sem fastast,“ segir Sigurgeir Sigurðsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, í Morgunblaðinu í dag. Hann fer nær daglega framhjá Bakkatjörn á leið sinni að og frá golfvellinum.

Svandís hefur gjarnan orpið um miðjan apríl og verið búin að leiða unga sína út þegar 2-3 vikur hafa verið liðnar af maí. Nú eru ekki enn komnir ungar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert