Fæstir keisaraskurðir á Íslandi

Öruggt og gott er að fæða barn á Íslandi samkvæmt ...
Öruggt og gott er að fæða barn á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. Ásdís Ásgeirsdóttir

Best er að fæðast á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu Europersitat um heilsu og heilbrigðisþjónustu þungaðra kvenna og nýbura í Evrópu. Skýrslan er byggð á upplýsingum frá árunum 2006-2010 og koma 29 Evrópulönd að henni.
Rannsóknin sýnir að miðað við önnur lönd er áhætta meðgöngu og fæðingar lítil á Ísland og auk þess mjög öruggt að fæðast hér þar sem burðarmáls-, ungbarna- og barnadauði er hvergi lægri

Við kynningu skýrslunnar sagði landlæknir að mikilvægt væri að kona og barn fengju þá góðu þjónustu sem þau eiga skilið, því það sé upphafið að góðri heilsu til lengri tíma. Mikilvægt sé því að skoða þessi gögn og meta í samræmi við nágrannalönd.

Frjósemi mest á Íslandi

Í skýrslunni kemur fram að frjósemi er hæst á Íslandi og mun hærri en annars staðar á Norðurlöndum, en meðaltalið hér er 2,2 börn á konu. Til samanburðar má nefna að ef talan er komin undir 1,4 börn á konu telst þjóðin vera í útrýmingarhættu. Talan þarf að vera í kringum 2 til þess að um fjölgun sé að ræða.

Hér á landi eru fleiri ungar mæður en í hinum Norðurlöndum, þó svo að hlutfallið sé mun lægra en á Bretlandseyjum og í löndum Austur-Evrópu. 3,3% mæðra á Íslandi eru undir tvítugu þegar þær eiga. Tíðni fjölburafæðinga er fremur lág hér, eða 14,3 á 1.000 fæðingar, sem er svipað og annars staðar á Norðurlöndunum, utan Danmerkur, þar sem tíðnin er 21 af 1.000. Talið er að þessa lágu tíðni hér á landi megi að nokkru leyti rekja til breytinga sem gerðar voru árið 2009 á reglugerð um tæknifrjóvgun, þar sem óheimilt var gert að setja fleiri en einn fósturvísi í konu í senn þegar hún er undir 36 ára aldri.

Fæstir keisaraskurðir

Tíðni keisaraskurða er lægst á Íslandi, eða 14,8%, en hún er einnig lág eða undir 20% á öðrum Norðurlöndum. Meðaltalið í Evrópu er 25,2%. Flestir keisaraskurðir eru framkvæmdir á Kýpur, þar sem þeir eru 52,2% allra fæðinga.

Hér á landi eiga langflestar fæðingar sér stað á Landspítalanum, en á Íslandi voru um 72% fæðinga á sjúkrastofnun. Heimafæðingar eru fáar, en þær eru á svipuðu reiki og í Svíþjóð og Danmörku.

Tíðni spangarklippinga telst mjög lág hér á landi, en tíðni spangarrifa telst þó aftur á móti nokkuð há, eða 4,2%. Ragnheiður I. Bjarnadóttur, fæðingarlæknir, sagði að velta mætti fyrir sér af hverju þetta stafaði, en hluta ástæðunnar mætti ef til vill rekja til þess að spangarklippingar væru sjaldgæfar. Þetta tvennt færi að einhverju leyti saman og horfa þurfi því á þetta í samhengi.

Gögn um reykingar á meðgöngu, BMI stuðul móður, brjóstagjöf, atvinnu og menntun vantar hér á landi. Lagt var til að farið verði í að safna þeim gögnum með markvissari hætti.

Ekki nógu góð útkoma varðandi Apgar skilmerkin

Útkoma hvað varðar Apgar skilmerkin taldist þó ekki nógu góð og gengur að vissu leyti þvert á aðrar niðurstöður rannsóknarinnar, en 2,1% barna mældust undir fjórum stigum á árunum 2006-2009 við fimm mínútna Apgar próf. Þegar Apgar skilin eru notuð er verið að meta þörf á endurlífgun barna og svörun. Apgar stig eru mæld einni og fimm mínútum eftir fæðingu og tekið er meðal annars mið af gráti barns, vöðvaspennu, hjartslætti og litarhafti.

Fram kom að skýringin á þessu gætu legið í missamræmi í þýðingum skilmerkjanna. Þegar þau voru þýdd á íslensku var 1 stig gefið fyrir grátur, en 2 stig fyrir kröftugan grátur. Í löndunum í kringum okkur hefur 1 stig verið gefið fyrir grettu eða veikan grát og 2 stig fyrir venjulegan grát. Mögulega eru kröfurnar hér á landi strangari.

Að lokum áréttaði Ragnheiður að þennan góða árangur mætti ekki taka sem sjálfsagðan og að  standa þurfi vörð um hann. „Ung- og nýbarnadauði var hér mestur í allri Evrópu á 18. og 19. öld. Við höfum farið úr því, upp í að vera í fremstu röð.“

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni

mbl.is

Innlent »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út og því verður fyrsti vinningur því þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Lyfin ráða för í lækningum

19:30 Læknar nálgast ekki sjúklinga í dag út frá þeirra þörfum heldur miklu frekar lyfjum, segir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, fagstjóri lækninga á heilsugæslunni í Grafarvogi. Hann og fleiri læknar sem fluttu erindi á Læknadögum um notkun ópíóíða lyfja eru sammála um að slíkum lyfjum sé of oft ávísað. Meira »

„Eldurinn“ var maður að grilla

18:45 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum vegna þess að íbúi við Hamraborg í Kópavogi hélt að það væri kviknað í hjá nágranna hans. Við komuna á staðinn komst slökkviliðið að því að „eldurinn“ var maður að grilla. Meira »

Ræddu norræna samvinnu og öryggismál

19:15 Tvíhliða samskipti Íslands og Svíþjóðar, norræn samvinna, Brexit og öryggismál voru meðal umræðuefna á fundi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra, og Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Meira »

Hulunni svipt af hinsegin huldukonum

18:40 Sagnfræðingarnir Íris Ellenberger og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir ásamt Ástu Kristínu Benediktsdóttur, íslensku- og bókmenntafræðingi, standa fyrir heimildasöfnunar- og miðlunarverkefninu Hinsegin huldukonur. Meira »

Sveigja á milli hraðahindrana

18:25 Hraðahindranir í borginni hafa lengi verið umdeildar. Ein tegundin er lítið notuð í öðrum sveitarfélögum er hönnuð og framleidd hér á landi og er ætlað að vernda fjöðrun strætisvagna fyrir álagi. Hönnunin veldur því að bílstjórar sveigja á milli hindrana sem eykur ekki öryggi að sögn sérfræðings. Meira »

Þurfa að meta áhættu og viðbúnað

17:45 Landspítalinn hefur ekki ákveðið hvort keypt verða ný tæki eða tekið ákvörðun varðandi annan viðbúnað ef starfsfólk spítalans þarf aftur að sjóða neysluvatn vegna aukinna jarðvegsgerla. Meira »

WOW ekki bótaskylt vegna fugls

17:13 Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega sem átti bókað flug með WOW air frá Barcelona til Keflavíkur í ágúst á síðasta ári. Fluginu var aflýst vegna vélarbilunar þar sem fugl fór inn í hreyfil flugvélarinnar í flugtaki. Meira »

„Ég er algjörlega kominn á botninn“

17:04 Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Glitni, er gefið að sök að hafa lagt á ráðin um markaðsmisnotkun bankans, en fyrir dómi í dag sagði hann það ekki vera rétt. Meira »

Verklagsreglum ekki verið fylgt

15:44 „Málið er litið alvarlegum augum,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, á fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í dag um muni sem haldlagðir voru í rannsókn lögreglunnar á skemmtistaðnum Strawberries árið 2013 en hafa ekki fundist í fórum hennar. Meira »

Taldi viðskiptin vera innan heimilda

15:13 „Mitt aðalstarf var stýring erlendra hlutabréfa,“ sagði Valgarð Már Valgarðsson, einn ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis. Hann kom þó einnig að nokkru leyti að viðskiptum deildar eigin viðskipta Glitnis með hlutabréf í bankanum sjálfum og fyrir það er hann ákærður. Meira »

Borgin og Rauði krossinn styrkja Vin

16:28 Reykjavíkurborg og Rauði krossinn hafa gert samning um að borgin greiði 47 milljónir til starfsemi Vinjar og tryggi þannig athvarf, fræðslu- og batasetur fyrir fólk með geðfötlun. Kostnaður við þjónustu er 42 milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Meira »

Velta fyrir sér mögulegum ástæðum

15:31 Yfirvöld í Fjarðarbyggð velta fyrir sér tveimur mögulegum ástæðum fyrir því að aukinn fjöldi jarðvegsgerla hefur greinst í Norðfirði. Meira »

Varðveisla sönnunargagna í beinni

14:53 Fundað verður í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í dag um varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Fundurinn hefst klukkan 15:00 og verður steymt beint hér á mbl.is. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...