Hreppslaug „að drukkna“

Hreppslaug í Borgarfirði
Hreppslaug í Borgarfirði mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hreppslaug í Borgarfirði er að drukkna í reglugerðaflóði, segir Gauti Jóhannesson, talsmaður Hreppslaugarnefndar.

„Að mínu mati eru gerðar óraunhæfar kröfur til lítilla sveitalauga á Íslandi,“ segir Gauti, en nefndin reynir að tryggja fjárhagslegan grundvöll fyrir rekstur Hreppslaugar sem er í Skorradal í Borgarfirði.

Gauti segir hertar reglur síðustu ára um starfsemi sundlauga valda miklum vandræðum fyrir rekstur laugarinnar. „Það er mikill rekstrarkostnaður að hafa tvo starfsmenn í lauginni þar sem sami starfsmaður má ekki sinna laugargæslu og vinna í afgreiðslu á sama tíma samkvæmt lögum,“ segir Gauti.

Hreppslaug hefur verið opin fyrir baðgesti yfir sumartímann síðustu ár en reksturinn gekk illa síðasta sumar. Ungmennafélagið Íslendingur situr nú uppi með rúmlega 700 þúsund krónur í tap.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »