Litið í hreiðrið hjá Svandísi

Álftin Svandís, sem margir kannast við af síðum Morgunblaðsins, hefur setið á eggjum mun lengur en vanalegt er og fuglaáhugamaðurinn Stefán Magnússon sem fer á hverjum degi og gefur henni að éta hafði áhyggjur af því að hún sæti á fúleggjum og kíkti í hreiðrið hjá henni í dag.

Markmiðið var að ganga úr skugga um að eggin væru ekki ónýt því þá gæti Svandís legið áfram á eggjunum og hreinlega veslast upp. Mbl slóst með í för en álftir eru þekktar fyrir að vera harðskeyttar ef hreiðrum þeirra er ógnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert