Jón Gnarr hvass í garð rússneska þingsins

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur.
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Jón Gnarr sendir neðri deild rússneska þingsins, Dúmunni, skilaboð á Facebook-síðu sinni. Gagnrýnir borgarstjórinn þar ákvörðun þingsins að samþykkja lög sem banna „áróður um samkynhneigð“ gagnvart ungu fólki.

„Ef þið virkilega hatið samkynhneigða hljótið þið að hata gagnkynhneigða enn meira þar sem þeir búa samkynhneigða til,“ skrifar Jón. Hann segir trú þingmannanna hættulegri en samkynhneigð. „Samkynhneigðir eru skemmtilegir. Þið og ykkar kirkja eruð einfaldlega hræðileg.“

Skilaboðin skrifar Jón á ensku og fylgja þau hér orðrétt:

„If you don't like gay people you must really hate straight people - because they make them. Dear Duma. Your religion is more dangerous than homosexuality. Gays are fun. You and your church are just scary.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert