Gjaldtaka á ferðamenn skoðuð

Möguleikar á gjöldtöku á ferðamannastöðum eru skoðaðir í iðnaðar- og …
Möguleikar á gjöldtöku á ferðamannastöðum eru skoðaðir í iðnaðar- og atvinnuvegaráðuneytinu. Brynjar Gauti

„Við verðum að huga að innviðunum og því að sú vara sem við bjóðum upp á, sem er íslensk náttúra, sé i stakk búin að taka við þessum mikla fjölda ferðamanna,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í dag. Þá sagði hún ómæld tækifæri fylgja gríðarlegri fjölgun ferðamanna.

„Innan ráðuneytisins er þegar komin í gang skoðun á grundvelli þess að setja á laggirnar gjaldtöku til að standa undir uppbyggingu og varðveislu ferðamannastaða.“ Sú vinna verður unnin í góðu samstarfi við greinina og aðra þá sem eiga hlut að máli, þeirra á meðal þá sem helst bera hag náttúrunnar fyrir brjósti og í samráði við þá sem fara með skattlagningarvald í landinu.

Ragnheiður sagði þetta vera afar brýnt verkefni og lagði áherslu á að vandað yrði til verka, en sagði einnig að verkefnið þyrfti að vinna hratt og vel.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert