Þorgrímur Þráinsson borgarlistamaður Reykjavíkur í ár

Þorgrímur Þráinsson með Jóni Gnarr og Einari Erni Benediktssyni.
Þorgrímur Þráinsson með Jóni Gnarr og Einari Erni Benediktssyni. Anna Fjóla Gísladóttir

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur var í dag valinn borgarlistamaður Reykjavíkur 2013 við hátíðlega athöfn í Höfða. Var hann útnefndur af borgarstjóranum í Reykjavík, Jóni Gnarr, og var Þorgrími veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé. Það var Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs, sem gerði grein fyrir vali ráðsins á borgarlistamanni

„Þorgrímur Þráinsson er einn af afkastamestu og vinsælustu barna- og unglingabókahöfundum landsins. Til marks um vinsældir hans má nefna að á fimm mínútna fresti, allt árið um kring, er bók eftir Þorgrím fengin að láni á bókasafni, miðað við útlán og upplýsingar Bókasafnssjóðs. Hann hefur átta sinnum hlotið verðlaun fyrir barna- og unglingabækur. Margt býr í myrkrinu og Nóttin lifnar við voru kjörnar „bestu barnabækur aldarinnar“ í vali á Bók aldarinnar sem Bókasamband Íslands stóð fyrir í apríl 1999. Bækurnar höfnuðu í 5. og 6. sæti á lista yfir 100 bestu bækur aldarinnar en alls átti höfundurinn sjö bækur á þeim lista,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
„Reykjavík er á meðal sex Bókmenntaborga UNESCO og eitt helsta markmið hennar sem slíkrar er að efla áhuga allra ungmenna á lestri og skapandi skrifum. Þorgrímur er jákvæð og góð fyrirmynd fyrir reykvísk ungmenni og hefur unnið ötullega að því að efla bóklestur og bókmenntaáhuga. Hann  hefur gegnum tíðina lesið úr bókum sínum og haldið erindi fyrir þúsundir skólabarna. Síðastliðna tvo vetur hefur hann heimsótt nánast alla grunnskóla landsins og haldið fyrirlestra fyrir nemendur í 10. bekk í boði Pokasjóðs, undir yfirskriftinni Láttu drauminn rætast.“
Þorgrímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1980. Hann stundaði frönskunám í Sorbonne-háskóla í París 1983-1984 og sótti tíma í heimspeki í HÍ 2011-2012.
 
Þorgrímur starfaði sem ritstjóri Íþróttablaðsins frá 1985 til 1997 og var samtímis blaðamaður hjá Frjálsu framtaki, síðar Fróða, og skrifaði fyrir flestöll tímarit fyrirtækisins. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar árið 1996 og gegndi starfinu til 2004. Síðan þá hefur hann unnið sjálfsstætt sem blaðamaður, fyrirlesari og rithöfundur.

Útnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi.

Viðurkenningin er nú veitt í ellefta skipti, en hún var fyrst veitt árið 2002, þá Herði Ágústssyni. Þorgerður Ingólfsdóttir var útnefnd borgarlistamaður Reykjavíkur í fyrra.

Þorgrímur Þráinsson er borgarlistamaður Reykjavíkur 2013.
Þorgrímur Þráinsson er borgarlistamaður Reykjavíkur 2013. Heiðar Kristjánsson
mbl.is

Innlent »

Leikskólinn dýrastur í Garðabæ

07:37 Lægstu leikskólagjöldin á landinu fyrir átta tíma dvöl á dag með fæði eru í Reykjavík þar sem þau eru 25.963 kr. Hæstu gjöldin eru í Garðabæ, 39.618 kr. Munurinn á gjöldunum í þessum tveimur sveitarfélögum er 150.205 kr. á ári eða 53%. Meira »

Eldsvoði á Ísafirði

07:16 Eldur kom upp í íbúðarhúsi á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Meira »

Úrkoma ýmist í föstu eða votu formi

06:57 Í dag má búast við allbreytilegu veðri, en þar sem hlýnar á landinu og hlánar víða við suður- og suðvesturströndina má gera ráð fyrir að úrkoman verði ýmist í föstu og eða votu formi, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Karlar sem hatast við konur

06:55 „Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason áttu aðeins eitt erindi á Klaustur Bar þetta kvöld ... Þeir voru að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing,“ skrifar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

„Munurinn er móðurtilfinningin“

06:00 „Það var skrýtið. Ég er búin að vera uppi á pöllum frá ´86 frá því á heimsmeistaramótinu í Sviss þar sem við lentum í 6. sæti. Maður er búinn að horfa á manninn og fullt af góðum vinum og þetta var bara allt öðruvísi,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í síðdeginu á K100 hjá Loga og Huldu. Meira »

Ölvaður þjófur handtekinn

05:52 Lögreglan handtók mann sem er grunaður um þjófnað á veitingastað í miðborginni um miðnætti. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert ölvaður og gistir nú fangageymslur lögreglunnar. Meira »

Komin undir 600 milljarða

05:30 Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Meira »

Reikningar verði skoðaðir

05:30 Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarráði í dag um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fái óháða matsmennn til að sannreyna reikninga sem tilheyra bragganum við Nauthólsveg 100. Meira »

Áhyggjur af hlýnun

05:30 Fólk hugsar meira um umhverfis- og loftslagsmál en það gerði fyrir rúmu ári. „Við sjáum að fólk hefur auknar áhyggjur af áhrifum loftslagsbreytinga á lifnaðarhætti þess. Íslendingar segjast finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga í sínu sveitarfélagi, þeir telja sig vera að upplifa breytingarnar.“ Meira »

Fagna afmæli bjórdagsins með hátíð

05:30 „Það sem við erum fyrsta handverksbrugghús landsins fannst okkur að við ættum að gera eitthvað sniðugt. Þetta verður heljarinnar hátíð enda ber bjórdaginn upp á föstudag,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. Meira »

Komst í eldflaugaverkefni með NASA

05:30 „Við byrjuðum í þessu verkefni af alvöru haustið 2017 en háskólinn í Ósló hefur unnið að þessu samstarfi við NASA síðustu fjögur ár. Þetta gekk vel og það er vilji til að halda þessu samstarfi áfram,“ segir Tinna Líf Gunnarsdóttir, nemi í geimverkfræði við háskólann í Tromsö í Noregi. Meira »

Kastljós misnotaði „gróflega viðtal“

05:30 „Þarna misnotaði Kastljós gróflega viðtal við mig, fleygði mér inn í harkalega samfélagsumræðu án þess að ég hefði hugmynd um það fyrr en skaðinn var skeður. Þurfti ég að auki að sæta því næstu vikur og mánuði að heyra glósur um að ég hefði beinlínis verið upphafsmaður að málinu.“ Meira »

Hótað og reynt að múta

05:30 Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum afskiptum í einstökum málum. Meira »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...