Uppbygging á Bakka í sjónmáli

Í vikunni sótti annað fyrirtæki, hið íslenska Thorsil ehf., um …
Í vikunni sótti annað fyrirtæki, hið íslenska Thorsil ehf., um 20 hektara lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði á Bakka til að byggja kísilmálmverksmiðju. mbl.is/GSH

„Það er verið að vinna að þessu máli á mörgum sviðum, en fjárfestingarsamningurinn og fjármögnun er meðal þess sem gæti klárast í vikunni,“ segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, um áform þýska fyrirtækisins PCC sem vinnur að því að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Alþingi samþykkti í vor heimildir um uppbyggingu og fjárfestingarsamninga um kísilverið. Stefnt er að því að framkvæmdir við verksmiðjuna geti hafist í ársbyrjun 2014 og framleiðsla í verksmiðjunni árið 2016. „Þetta er langtímaverkefni, svo að við viljum vanda til verka eins og við getum,“ segir Bergur.

Langt komnir með samninga

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir að í vikunni hafi annað fyrirtæki, hið íslenska Thorsil ehf., sótt um 20 hektara lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði á Bakka til að byggja kísilmálmverksmiðju. Bæjarráð Norðurþings tók vel í erindið og vísaði því til skipulagsnefndar. John Fenger, stjórnarformaður Thorsil, segir félagið hafa nýverið sótt um svipaðan fjárfestingarsamning hjá ráðuneytinu og PCC fékk. 

Mikilvægir samningar séu þegar í höfn. „Við erum með samning við Landsvirkjun um orkukaup, auk þess sem við höfum sett okkur það markmið að selja hluta af framleiðslunni fyrirfram og erum langt komnir með þá samninga,“ segir John. 

John vonast til þess að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið undir lok árs og að uppbygging verksmiðjunnar geti hafist seinnipart ársins 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert