Rafrænn hjólateljari sýnir fjölda hjólreiðamanna

Hjólateljari á Suðurlandsbraut.
Hjólateljari á Suðurlandsbraut. mbl.is/Styrmir Kári

„Á þessu sést að við erum nú meðal hjólreiðaþjóða Evrópu,“ segir Björg Helgadóttir, verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, en á dögunum var settur upp svokallaður rafrænn hjólateljari á hjólastígnum fyrir neðan Hótel Nordica á Suðurlandsbraut.

Teljarinn er keyptur frá Danmörku og tengdur vefsíðunni bicyclecounter.dk sem sýnir hve mörg hjól fara fram hjá honum á hverjum degi, á mismunandi tímum dags og yfir árið, en síðan tengist einnig mælum í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi, Lúxemborg, Englandi og Írlandi.

Mælirinn er tengdur tveimur lykkjum með rafsegulboðum sem liggja í rörum undir stígnum og verða tvö dekk að fara jafnskjótt yfir lykkjurnar til að mælirinn skynji það. Nú þegar hefur mælirinn talið yfir 1.300 hjólamenn, en af þeim eru langflestir á ferðinni um fjögurleytið síðdegis. Björg segist gætu trúað því að mælirinn skynjaði hlaupahjól og jafnvel barnavagna, en þar eð teljarinn sé á hjólreiðastíg ætti truflun slíkrar umferðar að vera í lágmarki.

mbl.is/Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »