Fimm hlupu tíu sinnum upp Esjuna

Friðleifur Friðleifsson sigraði í tíu ferða hlaupi upp og niður …
Friðleifur Friðleifsson sigraði í tíu ferða hlaupi upp og niður Esjuna, hér má sjá hann koma í mark eftir rúmar níu klukkustundir.

Í gær fór fram Mt. Esja Ultra hlaupið í annað sinn í blíðskaparveðri. En keppt er í hlaupum upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Boðið var uppá fjórar vegalengdir, en hægt var að fara eina, tvær, fimm eða tíu ferðir. Alls hlupu 88 hlauparar, en hver ferð er 7 kílómetrar með 600 metra hækkun.

Það voru fimm hlauparar sem luku tíu ferðum innan tímamarka í ár. Það var Friðleifur Friðleifsson sigraði í þeim flokki á 9 klukkustundum, 43 mínútum og 12 sekúndum. Hann bætti besta tímann frá árinu áður um eina klukkustund of 43 mínútur. Friðleifur tók þátt í fyrra og sigraði þá fimm ferða hlaupið.

Í flokki fimm ferða karla sigraði Sigurjón Sturluson á 4 klukkustundum og rúmri 41 mínútu en Elísabet Margeirsdóttir sigraði í kvennaflokki á 5 klukkusundum og 30 mínútum.

Guðni Páll Pálsson sigraði í karlaflokki í tveimur ferðum á einni klukkustund og 35 mínútum, en Katrín Lilja Sigurðardóttir sigraði í kvennaflokki á einni klukkustund, 59 mínútum og 59 sekúndum. Valþór Ásgrímsson var fyrstur með eina ferð í karlaflokki á tímanum 50:19 og Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir var fyrst með eina ferð í kvennaflokki á tímanum 59:12.

Alls tóku 88 hlauparar þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu.
Alls tóku 88 hlauparar þátt í Mt. Esja Ultra hlaupinu.
Höskuldur Kristvinsson gerði sér lítið fyrir að fara upp Esjuna.
Höskuldur Kristvinsson gerði sér lítið fyrir að fara upp Esjuna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert