Niðurfærsla lána óskilvirk aðgerð

mbl.is/Ernir

Niðurstöður rannsókna sérfræðinga Seðlabanka Íslands sýna að almenn niðurfærsla lána er bæði dýr og óskilvirk aðgerð til að koma til móts við þau heimili sem eiga bæði við greiðslu- og skuldavanda að stríða. Jafnframt sé hætta á því að kostnaður við almenna niðurfærslu skerði svigrúm til að bregðast við vanda umræddra heimila. Þetta kemur fram í umsögn Seðlabankans til Alþingis við tíu þrepa aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna.

Samtök atvinnulífsins hafa einnig skilað inn umsögn um aðgerðaáætlunina. Í umsögn SA kemur fram að sagan sýni að sveiflur í efnahagslífi landsins séu mun öfgafyllri en hjá öðrum þjóðum og reglubundið birtist þær í of mikilli hækkun raungengis og kaupmáttar sem síðan leiðréttist með falli krónunnar. „Gengisfall krónunnar árin 2008-2009, verðbólgan í kjölfarið og þar með hækkun höfuðstóls verðtryggðra lána var því hvorki fordæmalaust, ófyrirsjáanlegt né einvörðungu vegna hruns fjármálakerfisins,“ segir í umsögn SA.

„Samtök atvinnulífsins telja sig hafa vitað það fyrirfram að þetta hrun væri að koma, og þá hafa væntanlega lánastofnanir vitað það líka, en heimilin vissu það ekki. Lánastofnanir gátu í sjálfu sér firrt sig áhættu með því að kaupa sér tryggingar gegn þessu áfalli með verðtryggðum hætti,“ segir Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurður út í þessa gagnrýni SA.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert