Brúa Múlakvísl að nýju

Flutningabíll á leið yfir bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl.
Flutningabíll á leið yfir bráðabirgðabrúna yfir Múlakvísl. mbl.is/Sigurður Bogi

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Eyktar hefja á næstu dögum framkvæmdir við smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl skammt austan við Vík í Mýrdal.

Sem kunnugt er tók fyrri brú af ánni í hamfarahlaupi í júlí 2011. Þá strax í kjölfarið var reist bráðabirgðabrú á örfáum sólarhringum. Nú verður hins vegar reist varanlegt mannvirki

„Þetta er stórt verkefni og brúin er hönnuð með það fyrir augum að þola ágjöf. Verður tveimur metrum hærri en sú gamla. Þá eru varnargarðar ofan við brúa hannaðir þann veg að komi annað flóð í Múlakvísl fari þungi þess á veginn, í stað þess að rífa burt brú,“ segir Svanur Bjarnason umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi.

Brúin verður eftirspennt bitabrú í sex höfum, 162 metra löng og 10 metrar að breidd. Inni í pakka vegna smíði brúarinnar var jafnframt að leggja vegi að brúnni, alls 2,2 km. Og þetta tekur Eykt að sér, en tilboð fyrirtækisins var upp á 470 millj. kr.

sbs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert