Forsendur enn of veikar

„Niðurstöðurnar eru settar fram í sjö liðum, en til þess að draga þetta saman þá leggjum við til að haldið verði áfram með athugun málsins. Við teljum að vísbendingar séu um að þetta verkefni sé þjóðhagslega arðbært en forsendur séu of veikar til þess að fullyrða um það,“ segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahóps um lagningu særafstrengs.

„Við leggjum til tvær leiðir sérstaklega til að fá betri fótfestu fyrir forsendurnar. Í fyrsta lagi að hafnar verði viðræður við Breta um það með hvaða hætti íslensk orka yrði seld við hinn enda strengsins. Á hvaða kjörum og til hvers langs tíma. Og í öðru lagi að Landsnet og Landsvirkjun verði heimilað að hefja viðræður við samstarfsaðila um eignarhald og reksturs strengsinsins,“ sagði Gunnar

Hópurinn var settur á laggirnar fyrir réttu ári síðan af iðnaðarráðherra til að kanna nánar þann möguleika að leggja sæstreng fyrir raforku milli Íslands og Evrópu. Hann skilaði tillögum sínum til iðnaðarráðherra í dag.

Spurður um tímaramma, segir Gunnar að það sé nú undir ráðuneytinu og Landsvirkjun að áætla það. „En Landsvirkjun hefur gefið út að heildartímarammi verkefnisins sé kannski átta ár hér frá ef að verður haldið áfram að fullu. Þannig að tenging yrði 2021 eða 22, eða eitthvað slíkt,“ sagði Gunnar.

Haldið verði áfram með athugun sæstrengs

Nánar á vef iðnaðarráðuneytisins

mbl.is