Mótmæltu afgreiðslu frumvarpsins

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG.
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í atvinnuveganefnd Alþingis mótmæltu því þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld var afgreitt úr nefndinni í gær án þess að málið væri að þeirra áliti fullrætt innan hennar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Birni Val Gíslasyni, varaþingmanni VG, Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, og Katrínu Júlíusdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar.

„Við erum ósammála meirihluta nefndarinnar um að ekki þurfi að gera neinar breytingar á málinu og höfum því lagt fram breytingatillögu sameiginlega í þremur liðum.

Í fyrsta lagi leggjum við til að veiðigjöld á botnfiskafla verði óbreytt frá núgildandi lögum og verði  því 23,20 kr. í stað 7,38 kr. eins og frumvarpið gerir ráð fyrir.

Í öðru lagi leggjum við til að minni aðilum í útgerð verði mætt og því verði frítekjumörk á sérstakt veiðigjald á botnfiski hækkuð.

Í þriðja lagi leggjum við til breytingu sem gerir veiðigjaldanefnd kleift að fá þau gögn sem til þarf svo leggja megi gjaldið á lögum samkvæmt,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert