Skaftá safnar kröftum

mbl.is/Jónas

„Eftir því sem líður lengra á milli þess að katlarnir tæma sig, því stærri verða hlaupin,“ segir Gunnar Sigurðsson, hópstjóri vatnamælakerfis Veðurstofu Íslands. Undir Skaftárjökli eru jarðhitasvæði þar sem vatn safnast síðan í tvo katla. Sá eystri er stærri og hefur hlaup úr honum átt sér stað á um tveggja ára fresti. Sá vestri er minni og hlaup úr honum geta verið árleg.

„Nú eru þrjú ár síðan hlaup varð síðast úr eystri katli jökulsins og það er alveg líklegt að hlaup þaðan verði nokkuð stórt,“ segir Gunnar. Lítið hlaup varð úr vestri katlinum í fyrra. Það er því líklegt að hlaup þaðan á þessum tímapunkti yrði aftur frekar lítið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »