Uppsagnir hjá 365

mbl.is

Tveimur fréttastjórum og tveimur ljósmyndurum hefur verið sagt upp störfum hjá Fréttablaðinu samkvæmt heimildum mbl.is. Starfsmannafundur þar sem frekari skipulagsbreytingar verða kynntar hefst kl. 16.30.

Fréttastjórunum Arndísi Þorgeirsdóttur og Trausta Hafliðasyni hefur verið sagt upp störfum. Þá hefur einnig tveimur ljósmyndurum verið sagt upp.

Trausti staðfesti í samtali við mbl.is að honum hafi verið sagt upp, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar. Hann hefur starfað sem fréttastjóri á Fréttablaðinu í um áratug.

Arndís hefur unnið á Fréttablaðinu frá árinu 2005.

Sjá nánar hér: Andri fréttastjóri á Fréttablaðinu

mbl.is