Bílvelta á Reykjanesbraut

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Bifreið valt á Reykjanesbraut laust fyrir klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hlaut ökumaður bifreiðarinnar m.a. höfuðáverka í slysinu.

Kalla þurfti til tækjabíl frá slökkviliðinu til þess að losa ökumanninn en hann var síðan fluttur á sjúkrahús undir læknishendur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sofnaði maðurinn við akstur.

Bifreiðinni var ekið í átt til Reykjavíkur en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

mbl.is