Mikil fækkun innbrota og ofbeldismála

Fimmtungsfækkun varð á innbrotum á Íslandi í maí samanborið við …
Fimmtungsfækkun varð á innbrotum á Íslandi í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. mbl.is

Fimmtungsfækkun varð á innbrotum á Íslandi í maí samanborið við sama mánuð í fyrra. Ef tölur ársins 2013 eru bornar saman við sama tímabil 2010-2012 sést að þjófnuðum fækkaði um 18% og innbrotum fækkaði um 42% á sama tíma. Eignaspjöll minnkuðu um 27% og ofbeldisbrotum fækkaði um 6%.

„Efnahagshrunið skilaði sér ekki í aukinni brotatíðni og dómdagsspár í kjölfar hruns gengu ekki eftir,“ segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. „Þvert á móti leiddi hrunið af sér stöðnun eða fækkun afbrota sem er í samræmi við alþjóðlega þróun í Evrópu og Bandaríkjunum.“

Hann segir hefðbundnum afbrotum á borð við auðgunar- og ofbeldisbrot fara fækkandi í alþjóðlegum skilningi.

Þróunin hófst í Bandaríkjunum í kringum 1990 og þar hafa glæpir verið á undanhaldi í rúmlega 20 ár. „Þróunin barst til Evrópu örfáum árum síðar en skilaði sér ekki til Íslands fyrr en mörgum árum seinna, upp úr 2005,“ segir Helgi en hann telur lýðfræðilegar ástæður útskýra það að einhverju leyti.

Yngra fólk fremur fleiri glæpi en þeir sem eldri eru og Ísland er ungt samfélag í samanburði við aðrar þjóðir sem hafa elst hratt síðastliðin ár.

„Aldursstrúkturinn hér heima breytist mun seinna en hjá öðrum þjóðum. Slík aldursdreifing hefur mikil áhrif því óalgengt er að fólk eldra en 40 ára stundi þessi hefðbundnu afbrot.“

Helgi segir aukinn fjölda innflytj-enda til landsins ekki hafa haft slæm áhrif heldur þvert á móti. „Ef eitt-hvað er þá höfum við horft fram á fækkun á sama tíma og innflytjend-ur hófu að flykkjast til Íslands.“

Helgi segir samfélagið í heild vera orðið meðvitaðra um glæpi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert