Erill í sjúkraflutningum

Talsverður erill var í sjúkraflutningum í nótt hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en alls sinntu slökkviliðsmenn 28 flutningum á vaktinni en algengt er að þeir sinni um 15 til 20.

Í samtali við mbl.is sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu stóran hluta sjúkraflutninganna hafa verið forgangsverkefni.

Þá var einnig tilkynnt um bensínleka við Njálsgötu í Reykjavík og var dælubíll frá slökkviliðinu sendur á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um að ræða minni háttar leka við heimahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert