Tveir fengu flösku í höfuðið í miðbænum

Klukkan 5 í nótt var lögreglunni tilkynnt um alvarlega líkamsárás í miðbænum. Þarna var maður sleginn í höfuðið með flösku. Árásarmaðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangageymslu og verður hann yfirheyrður síðar í dag vegna málsins. Sá sem fyrir ásásinni varð ætlaði á slysadeild og láta líta á sig en hann var með áverka á hnakka.

Skömmu áður hafði var tilkynnt um aðra líkamsárás. Í því tilviki hafði ferðamaður fengið flösku í höfuðið, en flöskunni var hent inni á skemmtistað. Maðurinn slapp á meiðsla.

Þá óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu í nótt vegna farþega sem neitar að greiða fyrir ferðina.

mbl.is