Séríslenskt að rottur séu í skolplögnum

Rottugangur er í sögulegu lágmarki í borginni.
Rottugangur er í sögulegu lágmarki í borginni. Rax / Ragnar Axelsson

Meindýraeyðar Reykjavíkurborgar sinna daglega útköllum vegna rottugangs í Reykjavík. Að sögn meindýraeyðis geta rotturnar náð 40-50 cm lengd með búk og hala. Hann segir að rottur lifi alla jafna í holræsum hér á landi ólíkt því sem gerist erlendis þar sem þær eru gjarnan í náttúrunni.

Guðmundur Björnsson rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir að fólk hér á landi hafi að jafnaði fljótt samband ef það verður var við rottugang. „Við förum á hverjum degi í rottuútköll. Í fyrra fórum við í 320-350 útköll og það telst nú ekkert sérstaklega mikið,“ segir Guðmundur.

Rottulaus svæði austast í borginni

Hann segir að rottugangur sé um nær alla borgina en úthverfin verði þó síst fyrir barðinu á þessum óvelkomna vágesti. „Það eru rottufrí svæði austast í borginni, en frá Elliðaá og vestur úr má finna rottur,“ segir Guðmundur. Hann segir að útköll séu ekki tíðari í einu hverfi umfram önnur.

Guðmundur hefur sinnt þessu starfi í um 20 ár og man ekki til þess að mikið tjón hafi hlotist af rottum þó þær eigi það til að naga „eitt og annað.“ „Ef það eru opin niðurföll t.a.m. í þvottahúsum þá er verið að bjóða upp á að þær komi inn til fólks. Rottur eru nær eingöngu í lögnum hér á landi og er það nánast séríslenskt fyrirbæri. Erlendis eru rottur gjarnan í umhverfinu þó einnig megi finna þær í holræsum, en hér eru þær eingöngu í holræsakerfinu og lítillega í fjörunni. Þær komust inn í skólplagnirnar fyrir áratugum síðan og það er þeirra svæði,“ segir Guðmundur.

„Við erum að ausa mat í rotturnar“

Hann segir að í lögnunum sé næg fæða fyrir rotturnar. „Allur matarúrgangur og fleira sem fer þarna í gegn er fæða fyrir rotturnar. Við erum að ausa mat í rotturnar. Erlendis er mun meiri fæðu að finna á yfirborðinu. En ef við fáum útkall þar sem tilkynnt er um rottu í garði, á það nær undantekningarlaust rætur að rekja til bilunar í lagnakerfi í húsi nærri viðkomandi garði. Þær hlaupa stundum um á yfirborðinu til að leita sér fæðu en fara svo alltaf í niðurföllin aftur. Þar búa þær,“ segir Guðmundur. Hann segir að stundum fari rottur inn í vistarverur fólks í fæðuleit.

Ástandið betra en annars staðar

Guðmundur segir að ástandið hér á landi sé betra en víðast hvar annars staðar í heiminum og rottum sé að fækka frekar en fjölga. „Það eru sveiflur í stofninum, en kúrfan sýnir að þeim er að fækka. Ég hef sagt það undanfarin 5-6 ár að það sé ekki hægt að sýna fram á lægri tölur en alltaf virðist þeim fækka og það gefur til kynna að vel sé staðið að þessum málum hér,“ segir Guðmundur. Innandyra nota meindýraeyðar borgarinnar gjarnan gildrur en utandyra er notast við eitur til þess að ná rottunum.

Að sögn Guðmundar er algengast að Reykjavíkurborg sinni því að drepa rottur og geri hún það frítt. Einnig séu þó einkaaðilar sem taki að sér slík verkefni.


Reykvísk rotta
Reykvísk rotta mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Rotta á Laugavegi.
Rotta á Laugavegi. Morgunblaðið/Arnaldur
mbl.is

Innlent »

Orkupakkinn ræddur aðra nóttina í röð

00:01 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem fram fer síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda. Þing­fund­ur hófst klukk­an 13.30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann. Meira »

Þristarnir vöktu lukku

Í gær, 23:44 Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll í kvöld til að skoða fimm þristavélar, DC-3 og C-47 flugvélar, frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru til sýnis á vellinum í kvöld og segir Stefán Smári Kristinsson flugrekstrarstjóri að um einstakt tækifæri hafi verið að ræða. Meira »

Eldur í bifreið í Salahverfi

Í gær, 23:18 Eldur kom upp í bifreið í Salahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreiðin var mannlaus en íbúar í hverfinu voru fljótir að bregðast við og notuðu garðslöngu til að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Áskorendaleikur í plokki gefst vel

Í gær, 22:05 Skagfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í að hreinsa umhverfi sitt og tína rusl í vor. Frá því Umhverfisdagar hófust 15. maí síðastliðinn í sveitarfélaginu Skagafirði hafa tugir fyrirtækja og félagasamtaka tekið þátt í áskorendaleik og lagt allt kapp á að tína rusl úti í náttúrunni. Meira »

„Hamfarahlýnun af mannavöldum“

Í gær, 21:32 Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum. Meira »

Segir innheimtustarfsemina lögmæta

Í gær, 20:37 Gísli Kr. Björnsson, eigandi Almennrar innheimtu, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið starfi í fullu samræmi við lög, og að hann hafi upplýst Lögmannafélag Íslands um alla starfsemi fyrirtækisins. Neytendasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina. Meira »

Skessan rís í Hafnarfirði

Í gær, 20:35 Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið. Meira »

Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

Í gær, 20:27 Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fer fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsá og Varmár. Meira »

Flestir í fjölskyldunni arfberar

Í gær, 19:45 Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. Meira »

Áhyggjuefni ef börn mæta verr í skóla

Í gær, 19:31 Það er áhyggjuefni ef það eru fleiri börn sem eru að mæta verr í skóla af því að þá eru þau bara að missa úr mikilvæga menntun sem þau þurfa að fá. Það eru þó mismunandi ástæður sem liggja þar að baki, segir Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla í samtali við mbl.is. Meira »

Riftun á kjarasamningi komi til greina

Í gær, 19:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

Í gær, 18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

Í gær, 18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

Í gær, 17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

Í gær, 17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »

Skólahald leggst niður í Grímsey

Í gær, 17:28 Skólahald verður lagt niður í Grímseyjaskóla næsta vetur. Þrír nemendur stunduðu nám við grunnskólann í vetur og tveir í leikskóla en ein fjölskylda er að flytja burt úr eyjunni og eftir verða sitt hvor nemandinn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Meira »

Hæstiréttur tekur Spartakusarmálið fyrir

Í gær, 17:15 Hæstiréttur samþykkti í dag að taka fyrir mál blaðamannsins Atla Más Gylfasonar. Hann var fundinn sekur í Landsrétti um meiðyrði í garð Guðmundar Spartakusar Ómarssonar og til að greiða hon­um 1,2 millj­ón­ir króna í miska­bæt­ur. Meira »

Verkfærum stolið úr nýbyggingu

Í gær, 16:12 Brotist var inn í nýbyggingu í Dalbrekku 2-14 í Kópavogi nýlega, en lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrotið í gær. Meira »

Ráðist á starfsmann Krónunnar

Í gær, 16:09 „Mig langar að benda á að orðið negri er orð sem er aldrei í lagi að nota eða beita eða segja eða skrifa. Þetta er niðrandi orð, og ógeðslegt,“ skrifar Árdís Pétursdóttir í færslu á Facebook fyrir helgina. Ráðist var á eiginmann hennar, Destiny Mentor Nwaokoro, þar sem hann var við störf í Krónunni. Meira »
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
INNSKOTSBORÐ FLÍSAR MEÐ BLÓMAMUNSTRI
ANTIK INNSKOTSBORÐ BLÓMUMSKRÝDD Á 15,000 KR SÍMI 869-2798...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...