Skólaárið undir í stað annar

Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði við umræðu um úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna og kjör stúdenta að hann hefði ákveðið að koma til móts við athugasemdir forystumanna stúdenta. Þannig yrði ekki horft á önnina eina og sér heldur til skólaársins. Það byggi til svigrúm. 

Meginbreytingin er sú að námslán hækka um 3% í samræmi við vísitölu, en til þess að geta það og ná fram þeirri hagræðingarkröfu sem við stöndum frammi fyrir eru námsframvindukröfur auknar úr 60% í 75% af 30 eininga önn, eins og krafan hefur lengst af verið. Krafan fer því úr 18 einingum upp í 22 einingar.

Meðal þess sem stúdentar hafa bent á er að um það bil fjórðungur allra áfanga við Háskóla íslands er 10 eininga áfangar. Falli námsmaður því í einum 10 eininga áfanga eigi hann engan rétt til námslána.

Illugi sagði að þessu væri mætt með því að breyta fyrirkomulaginu og horft yrði á skólaárið allt en ekki eina önn, eins og verið hefði.

Þá hafi verið viðraðar áhyggjur varðandi stöðu öryrkja og lesblindra og í framhaldið af því var ákveðið að hækka ekki kröfu um námsframvindu hjá þeim hópum.

Að endingu verður hægt að skilgreina ónógan fjölda eininga til fulls náms ef um er að ræða síðustu önn viðkomandi og ekki í boði nægilega margar einingar.

Illugi benti á að með því að auka kröfurnar hjá LÍN yrði sjóðnum gert kleift að hækka grunnframfærsluna um þrjú prósent sem hefði verið aðalkrafa stúdenta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert