Mjölnir byrjaði með Mortal Kombat

Gunnar Nelson í búrinu
Gunnar Nelson í búrinu Ljósmynd/Páll Bergmann

„Fyrsta Mjölnisæfingin var haldin 6. júní 2003 í húsnæði karatefélagsins Þórshamars í Brautarholti,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda og formaður Mjölnis, en félagið heilsaði 10 ára starfsafmæli í byrjun síðasta mánaðar.

Áhuginn kviknaði í bíó

„Þetta byrjaði allt þegar ég sá Mortal Kombat í bíó 1995. Þetta var bara besta mynd sem ég hafði nokkurn tímann séð, enda var ég bara 12 ára. Þá fékk ég brennandi áhuga á bardagaíþróttum og fór í karate og stundaði karate í tæp 10 ár,“ segir Jón Viðar.

Í kringum 2002 hafi hann verið farinn að fylgjast með og stunda aðrar bardagaíþróttir á borð við Kick-box og glímu. „Svo hafði ég séð einhverjar gamlar UFC-keppnir, sem voru miklu ofbeldisfyllri en keppnirnar eru í dag og heilluðu mig ekkert svakalega. Árið 2003 komst ég svo yfir kennslumyndbönd á netinu og nýrri UFC-keppnir og þá kviknaði áhuginn á MMA,“ segir Jón Viðar.

Í kjölfarið smalaði hann saman nokkrum strákum sem æfðu karate í Þórshamri, þar sem Jón Viðar kenndi og þjálfaði, og ákvað að hafa eina hálfgerða MMA-æfingu. 

„Nokkrir sem mættu á æfinguna heilluðust upp úr skónum og vildu halda þessu áfram. Þá stofnuðum við lítinn hóp og fórum fljótlega að kalla þetta Mjölnisæfingar og prenta boli og bjuggum til heimasíðu. Árni Þór Jónsson kom með nafnið, sem er dregið frá Þórshamri. Hann hvatti mig líka til að halda fleiri æfingar.“

Sá ekkert merkilegt við Gunnar Nelson

Jón Viðar segir Mjölnishópinn hafa æft áfram í Þórshamri í eitt ár eða svo frá fyrstu æfingunni. „Síðan kynnist ég Gunnari Nelson, sem á þeim tíma var í unglingalandsliðinu í karate, en ég var að þjálfa landsliðið. Ég sá í rauninni ekkert merkilegt við hann fyrst,“ segir Jón Viðar og hlær. 

„Svo byrjaði mér að líka rosa vel við hann og fékk hann á endanum til að glíma við mig. Þaðan var ekki aftur snúið og hann kom inn í litla hópinn okkar. Við héldum áfram að æfa karate til 2005. Þá ákváðum við, ásamt nokkrum öðrum, að stofna félagið Mjölni formlega,“ segir Jón Viðar.

„Fljótlega kom svo upp rígur við Þórshamarsfólkið af því við sáum að það sem við höfðum gert í karateinu öll þessi ár, það var bara ekki alveg að virka sem sjálfsvarnar- eða bardagaíþrótt, eða þá úti á götu ef til þess kæmi. Sumir í Þórshamri tóku því illa, þannig að við ákváðum bara að færa okkur yfir til Júdófélags Reykjavíkur. Þá hættum við Gunni alveg í karateinu og Gunni fór að einbeita sér að MMA. Upp úr því fór maður að sjá eitthvað sem er ekki alveg eðlilegt, hann lærði mjög hratt og var orðinn hrikalega efnilegur þennan fyrsta vetur sem hann æfði, enda hugsaði hann um fátt annað.“

Troðfullt á æfingu

Fyrst um sinn stóð Mjölnir fyrir þremur æfingum í viku með tiltölulega fáum þátttakendum. „Svo klippti ég saman myndband af æfingunum, án þess að kunna nokkuð að klippa, og setti á netið. Á æfingunni eftir var svo troðfullt hjá okkur. Þeir í Júdófélagi Reykjavíkur spurðu okkur hvernig við hefðum farið að því að vekja svona mikla athygli,“ segir Jón Viðar og hlær.

Jón Viðar segir að á þessum tímapunkti hafi Mjölnismenn áttað sig á að þeir væru með eitthvað í höndunum sem gæti orðið virkilega stórt. „Við sáum líka að við yrðum að byggja upp ímynd félagsins og láta fólk vita hvað er í gangi.“

Haustið 2006 flutti Mjölnir aftur, nú á Mýrargötu í húsið sem í dag hýsir Hótel Marina og Slippbarinn „Við vorum samt bara í litlum hluta jarðhæðarinnar, en við stækkuðum tvisvar við okkur í því húsnæði áður en við fluttum okkur í þetta hús sem við erum í núna.“

„Við fórum svo í samstarf við Kettlebells Iceland árið 2007 sem gekk rosa vel meðan það varði. Þegar við hins vegar fluttum hingað í Mjölniskastalann ákváðum við að slíta samstarfinu og settum upp okkar eigin þrekprógramm, Víkingaþrekið, með aðeins öðrum áherslum,“ segir Jón Viðar. „Aðaláherslan hjá okkur er samt á bardagaíþróttirnar. Víkingaþrekið er mikið hugsað út frá því að það henti bardagaíþróttum vel. Það er mikið um að kýla og sparka í púða og svoleiðis.“

Ekki rekið í hagnaðarskyni

„Við erum með eitthvað um 1.000 iðkendur og bjóðum upp á 70 tíma á stundaskrá í hverri viku sem verða 80 í haust. Núna í ágúst erum við að stækka við Mjölniskastalann þegar við fáum um 200 fermetra rými hérna við hliðina á til afnota,“ segir Jón Viðar, en húsnæði Mjölnis er nú þegar um 1.600 fermetrar. „Það er undantekningalaust uppselt á öll grunnnámskeið hjá okkur. Svo erum við í samstarfi við Hnefaleikafélag Reykjavíkur, sem sér um boxtímana í Kastalanum.“

Jón Viðar segir að félagið sé ekki rekið í hagnaðarskyni, heldur eru þátttökugjöld iðkenda notuð til að greiða starfsmönnum laun, leigu og fleira í þeim dúr. Þá fái Mjölnir enga opinbera styrki. „Ef eitthvað verður afgangs er það notað til að senda keppnislið Mjölnis til útlanda að keppa, eða til að bæta æfingaaðstöðuna,“ segir Jón Viðar.

Hann segir að þar sem félagið sé ekki rekið í hagnaðarskyni sé fólk tilbúið að vinna fyrir Mjölni í sjálfboðavinnu. „Eins og þegar við fluttum hingað inn þá voru allar framkvæmdir unnar af sjálfboðaliðum. Það hefði aldrei verið hægt að breyta Loftkastalanum í Mjölniskastalann á einum mánuði ef ekki hefði verið fyrir þetta góða fólk. Ef þetta væri rekið í hagnaðarskyni hefðum við aldrei fengið alla þessa hjálp,“ segir Jón Viðar.

„Daginn áður en við opnuðum voru 50 manns hérna að þrífa og mála og græja allt fyrir opnunina. En þetta tókst,“ segir Jón Viðar, en eins og sjá má af þessu myndbandi unnu margar hendur létt verk við framkvæmdirnar.

Mátti ekki nota „Leiðin okkar allra“ þegar hann gekk inn í hringinn

Jón Viðar segir að Gunnar Nelson hafi verið „aðalauglýsing“ Mjölnis allt frá árinu 2007. „Ég held að fólk komi kannski ekki til okkar beint út af Gunna, en hann vekur athygli á félaginu þannig að fólk veit hver við erum. Stemningin hérna og það góða umtal sem félagið fær hefur örugglega meiri áhrif,“ segir Jón Viðar. „Það er samt magnað hvað við vorum heppin að hafa Gunna til að byrja með. Hann er svo góður fulltrúi bardagaíþrótta útávið því hann er svo rólegur og laus við stæla og hroka.“

Þegar Gunnar Nelson barðist sinn fyrsta UFC-bardaga gekk hann inn í salinn og átthyrnda búrið við lagið Leiðin okkar allra eftir Hjálma. Gunnar leit hálfpartinn út eins og hann væri nývaknaður og hefði ekki alveg náð að klára morgunkaffið sitt. Þessi innkoma er skemmtilega ólík því hvernig aðrir keppendur koma inn í salinn, því flestir hlaupa inn eins og óðir hundar við dynjandi keyrslutónlist.

„Það átti ekki að leyfa honum að nota þetta lag,“ segir Jón Viðar. „Ég held að forseti UFC hafi bara ekki fílað það. Við vorum kvöldið áður uppi á hótelherbergi að leita að öðrum íslenskum lögum. Á endanum sendum við honum þrjú önnur lög, sem hann hefur greinilega ekki fílað heldur, því Gunni gekk inn við Hjálma. Við vissum ekki að lagið yrði notað fyrr en við heyrðum það í salnum,“ segir Jón Viðar.

Misyndismönnum hiklaust vísað á dyr

„Við höfum lagt mikla vinnu í að hafa góðan anda hérna og passa að hér séu engir sem við viljum ekki hafa.“ Spurður út í þau orð þá segir Jón Viðar að það hafi komið til þess að „ógæfumönnum“ sem eru þekktir fyrir að beita ofbeldi hafi verið vísað frá félaginu.

„Ef við myndum ekki gera það þá færi andinn fyrir lítið. Við kennum bardagaíþróttir þannig að ef það væru einhverjir handrukkarar eða slagsmálahundar að æfa hérna fengjum við slæma ímynd og það viljum við alls ekki,“ segir Jón Viðar og bætir við að bardagaíþróttir séu þess eðlis að þær höfði til þessa hóps, sem þó sé algjörlega haldið utan Mjönis.

Gott að geta varið sig

Jón Viðar segir að þó svo að enginn geri ráð fyrir að verða fyrir árás, þá sé alltaf gott að geta varið sig. „Það gefur þér mikið sjálfstraust og losar þig kannski við einhvern ótta. Ef þú ert kýldur eða tekinn hálstaki úti á götu þá frýstu ekki, því þú ert vanur þessu af æfingum því þú ert í þessum aðstæðum oft í viku og þekkir þær út og inn. Auðvitað fylgir áhætta því að æfa þessa íþrótt, en það á við um allar íþróttir. Ég tel það sé hættulegra að æfa ekki. Ef þú lendir í einhverjum slæmum aðstæðum þá gætu æfingarnar bjargað þér úr raunverulegri hættu,“ segir Jón Viðar.

Hann segir umræðu um hnignandi heilbrigði á villigötum. „Fólk er miklu hraustara og lifir miklu heilbrigðara í dag en það var fyrir 100 árum eða 500 árum eða 1.000 árum. Okkar öflugasta fólk myndi pakka saman Jóhannesi á Borginni og einhverjum víkingum. Íþróttamenn hafa aldrei verið í jafngóðu formi og í dag og mikilvægt að fólk stundi einhverja hreyfingu, hvernig sem það finnur sig í því.“

Bardagaíþróttatengd ferðamennska draumurinn

Fyrir tveimur árum þurfti Jón Viðar að taka ákvörðun um hvort hann héldi áfram að starfa sem lögreglumaður, eða færi af fullum þunga að sinna Mjölni. „Ég valdi Mjölni. Eftir eitt ár var þetta samt enn of mikið. Þá fengum við Harald Nelson, pabba Gunna, til að koma inn í þetta með okkur í fullt starf.“ Haraldur og Jón Viðar reka klúbbinn saman í dag. Jón Viðar segir ekkert benda til annars en að Mjölnir haldi áfram að vaxa. „Menn telja að  Mjölnir sé nú þegar stærsti bardagaíþróttaklúbbur í Evrópu.“

„Draumurinn hjá mér er að við getum haft þannig aðstöðu að erlendir atvinnubardagaíþróttamenn komi til Íslands og í Mjölni einhverjum vikum fyrir keppni hjá þeim í nokkurs konar æfingabúðir,“ segir Jón Viðar. „Þá fengi fólk að vera í friði af því Ísland er rólegra en mörg önnur lönd. Fólk gæti þá einbeitt sér að því að æfa. Menn fara í æfingabúðir um allan heim, þannig að það væri tilvalið að gera þetta hérna.“

Fyrsta Mjölnisæfingin
Fyrsta Mjölnisæfingin
Stofnfélagar Mjölnis. Efri röð Árni Þór Jónsson, Haraldur Nelson, Jón ...
Stofnfélagar Mjölnis. Efri röð Árni Þór Jónsson, Haraldur Nelson, Jón Viðar Arnþórsson, Gunnar Nelson, Daníel Pétur Axelsson. Neðri röð: Hjalti Daníelsson, Bjarni Baldursson, Daníel Örn Davíðsson, Jón Gunnar Þórarinsson, Arnar Freyr Vigfússon
Jón Viðar og Haraldur Nelson
Jón Viðar og Haraldur Nelson Ljósmynd/Mjölnir
Loftkastalinn verður Mjölniskastalinn
Loftkastalinn verður Mjölniskastalinn Ljósmynd/Páll Bergmann
Gunnar Nelson á æfingu
Gunnar Nelson á æfingu Ljósmynd/Páll Bergmann
Keppnislið Mjölnis á Englandi í vor
Keppnislið Mjölnis á Englandi í vor Ljósmynd/Jón Viðar
Víkingaþreksæfing
Víkingaþreksæfing Ljósmynd/Brynja Finnsdóttir
Horft á bardaga Gunnars í Smárabíó
Horft á bardaga Gunnars í Smárabíó Ljósmynd/Sunna Rannveig Davíðsdóttir
Í Óðinsbúð er hægt að kaupa ýmislegt tengt bardagaíþróttum. Verslunin ...
Í Óðinsbúð er hægt að kaupa ýmislegt tengt bardagaíþróttum. Verslunin er í húsnæði Mjölnis Ljósmynd/Jón Viðar
Ágústa Eva æfir spörk með Gunnari Þóri Þórssyni
Ágústa Eva æfir spörk með Gunnari Þóri Þórssyni Ljósmynd/Jón Viðar
Framtíðarsýn Jóns Viðars. Ólafur de Fleur, leikstjóri, bjó til myndina
Framtíðarsýn Jóns Viðars. Ólafur de Fleur, leikstjóri, bjó til myndina
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Tugum dýra bjargað - metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit björguðu tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Gefur kost á sér sem varaformaður

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »

Nokkrar kannabisræktanir stöðvaðar

05:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nokkrar kannabisræktanir í umdæminu.   Meira »

Vel veiðist af kolmunna við Írland

05:30 Uppsjávarskipin Guðrún Þorkelsdóttir SU og Beitir NK fengu góðan kolmunnaafla suðvestan við Írland í vikunni.  Meira »

Ekki vanhæf til að meta starfsfélaga

05:30 Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, var einn þriggja nefndarmanna sem mátu hæfi umsækjenda um stöðu landlæknis. Meira »

Genis í stórsókn

05:30 Hilmar Janusson forstjóri líftæknifyrirtækisins Genis á Siglufirði, sem er í eigu Róberts Guðfinnssonar athafnamanns, segir fyrirtækið undirbúi nú næstu stóru skrefin á markaði. Meira »

Þrýsta á byggingu nýrra hverfa

05:30 Tafir á „losun byggingarlands“ í Vatnsmýri hafa aukið þrýsting á flutning landfrekrar og grófrar iðnaðarstarfsemi úr Ártúnshöfða. Meira »

53 þúsund laxar drápust

05:30 Liðlega 53 þúsund laxar drápust í sjókví Arnarlax í Tálknafirði eftir skemmdir sem urðu á kvínni í óveðri í byrjun vikunnar. Það er svipað magn af laxi og stangveiðimenn veiddu í öllum ám landsins árið 2016. Meira »

„Staðan er hræðileg“

00:19 „Staðan er hræðileg. Við erum með allt úti, allar okkar dælur, allan okkar mannskap og við eru slá met í útkallafjölda. Það er allt á floti í bænum.“ Svo mörg eru orð fulltrúa slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir miðnætti í kvöld. Meira »

mbl.is tilnefndur

00:01 Morg­un­blaðið og mbl.is eru til­nefnd til blaðamanna­verðlauna fyr­ir árið 2017 en dóm­nefnd á veg­um Blaðamanna­fé­lags Íslands hef­ur birt til­nefn­ing­ar sín­ar til verðlaun­anna sem verða afhent í Hörpu laugardaginn 3. mars. Meira »

Skoða mál stúlku sem skilin var eftir

Í gær, 21:46 Strætó skoðar nú mál þar sem stúlka sem á við þroskahömlun að stríða var skilin ein eftir á röngum áfangastað. Ljóst er að pöntunin sem móðir stúlkunnar sendi inn var hárrétt en rangt skráð inn í kerfið af starfsmanni Strætó. Meira »

„Of margir stormar á þessu ári“

Í gær, 21:36 „Það hafa verið of margir stormar á þessu ári, þannig að það hljóta að hafa losnað skrúfur því neðri hlutinn losnaði,“ segir Klaus Ortlieb, einn eigenda Hlemmur Square, um skiltið sem hangir á bláþræði á húsinu. Hann óttaðist um öryggi vegfarenda og hafði því samband við lögreglu og björgunarsveit. Meira »

Flóð við N1 - myndband

Í gær, 22:38 Vatn flæðir upp á miðjar bensíndælur við N1 í Skógarseli. Vinnuvélar eru á svæðinu og verið er að reyna að fjarlægja ís frá niðurföllum. Meira »

Geimfaraþjálfun á Húsavík

Í gær, 21:44 Samstarfssamningur var í morgun undirritaður milli fulltrúa Könnunarsafnsins á Húsavík, ICEXtech á Húsavík og hins finnska fyrirtækis Space Nation um undirbúning geimfaraþjálfunar á Íslandi fyrir nema á vegum Space Nation. Meira »

Stórt skilti hangir á bláþræði

Í gær, 21:01 Lögreglan og björgunarsveit voru kölluð að hótelinu Hlemmur Square fyrr í kvöld vegna þess að stórt skilti hangir á bláþræði framan á húsinu í óveðrinu sem núna gengur yfir höfuðborgarsvæðið. Meira »
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Síðumúli - Gott skrifstofuherbergi
Gott skrifstofuherbergi til leigu í Síðumúla. Stærð um 20 m2. Sameiginlegur elhú...
Óléttubekkur aðeins 69.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:69.000 vatns og olíuheldur...
HYUNDAI ix35, 2010
Nýskr. 12/2010, ekinn 99 þ.km, bensín, sjálfsk. 6 gíra, 4x4, góð heilsársdekk, s...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...