Skipa nýja stjórnarskrárnefnd

Samkomulag hefur náðst um að skipa nýja stjórnarskrárnefnd.
Samkomulag hefur náðst um að skipa nýja stjórnarskrárnefnd. mbl.is/Ómar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun óska eftir tilnefningum allra þeirra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi í níu manna stjórnarskrárnefnd sem taka mun til starfa á næstu vikum.

Nefndin mun meðal annars hafa hliðsjón af vinnu undanfarinna ára, þ.á m. tillögum stjórnlagaráðs og stjórnlaganefndar, þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra og starfi stjórnarskrárnefndar sem starfaði á árunum 2005-2007.

Þetta kemur fram í minnisblaði frá 2. júlí síðastliðnum sem gert var í kjölfar samkomulags formanna allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Morgunblaðið hefur umrætt minnisblað undir höndum og fjallar nánar um mál þetta í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert