90% lánunum ekki um að kenna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2, að fasteignabólan svokallaða hafi orðið til daginn sem bankarnir komu inn á lánamarkaðinn.

Ekki hafi verið um að kenna 90% lánum Íbúðalánasjóðs og að í raun hafi ekki nema 20-40 slík lán verið veitt á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldi af því að bankarnir hafi komið inn á markaðinn hafi fasteignamarkaðurinn sprungið.

Hann sagði að í rannsóknarskýrslu um Íbúðalánasjóð væri ekki rökstutt nægilega að 90% lánin hefðu orðið völd að þenslu á fasteignamarkaði. Sigmundur sagði menn ekki geta sleppt því að setja tap Íbúðalánasjóðs í samhengi við hrunið 2008 og tapið í framhaldi af því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert