Meingallað handtökukerfi

Skjáskot úr myndbandinu af handtökunni umdeildu
Skjáskot úr myndbandinu af handtökunni umdeildu

Mikil umræða hefur verið undanfarið í kjölfar umdeildrar handtöku á Laugarveginum um helgina. Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður bardagaíþróttaklúbbsins Mjölnis, segir að handtökukerfið sem lögreglan á Íslandi noti sé mun hættulegra en önnur handtökukerfi, meðal annars þau sem notað er í sumum fylkjum Bandaríkjunum, Frakklandi, Ástralíu og víðar.

„Þetta kerfi sem er notað núna er viðurkennt handtökukerfi á Íslandi og í Noregi og var tekið upp fyrir einhverjum örfáum árum. Mín sjón á þetta kerfi, miðað við það sem ég hef séð og skoðað og prófað, er að þetta er tækni sem er notuð til að yfirbuga fólk og koma í handjárn, hún er hættuleg bæði þeim sem framkvæmir handtökuna og borgaranum sem er handtekinn,“ segir Jón Viðar.

Aðferð sem kennd er í Lögregluskólanum

Hann segir að ef sá sem lögreglumaður hyggst handtaka streitist á móti sé hætta á að borgarinn annaðhvort handleggsbrotni, fari úr axlarlið eða beinlínis falli á andlitið. Lögreglumaðurinn hefur litla stjórn á því. Þó sé alls ekki við lögreglumennina að sakast, því þessi aðferð sé kennd í Lögregluskóla ríkisins.

„Eitt aðaltakið er að grípa í annan handlegginn á manneskjunni og draga hana að sér og snúa niður með því að beyta þrýsting á olnbogann. Ef manneskjan streitist á móti gæti hún meiðst á olnboga, fyrir utan að það eru mjög litlar líkur á að þetta tak virki. Ástæðan fyrir því er einföld, þú heldur bara í handlegginn á viðkomandi, sem þyrfti að vera miklu meira veikburða en lögreglumaðurinn sem framkvæmir handtökuna, eða mjög drukkin,“ segir Jón Viðar.

Vill helst koma í veg fyrir að hinn handtekni slasist í átökunum

Takið er að sögn Jóns Viðars ekki notað í neinum bardagaíþróttum þar sem sé full mótspyrna. „Ástæðan fyrir því er einföld: þetta virkar ekki. Ef það myndi virka þá væri það notað, hvort sem það væri harkalegt eða ekki. Þannig að kerfið er hvort tveggja hættulegt og virkar ekki,“ segir Jón Viðar. „Þetta er notað, í stað þess að nota öflug tök sem virka, en eru öruggari en þessi tök.“

Sjálfur sótti hann námskeið í handtökum í Bandaríkjunum og lærði þar tök sem hann segir að svipi mjög til þeirra taka sem bardagaíþróttamenn beiti á æfingum hjá honum í Mjölni. „Þau eru hvort tveggja miklu öruggari fyrir þann sem beitir þeim og þann sem er beittur þeim, það eru miklu minni líkur á að hann slasist. Það er eitthvað sem maður vill helst koma í veg fyrir þegar maður er að handtaka fólk.“

Fór til Bandaríkjanna að læra handtökur

Jón Viðar segir að tökin sem kennd séu hjá lögreglunni virki einungis ef hinn handtekni í raun leyfir handtökunni að fara fram og streitist ekki á móti. „Þetta þarf eiginlega að vera „kóreógraffað,“ þetta myndi virka í bíómynd en ekki úti á götu.“

Hann segir lögregluna hafa styrkt hann, þegar hann var að afleysingarmaður í lögreglunni, til að læra handtökutækni í Bandaríkjunum. Yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík, Ríkislögreglustjóri og Landsamband Lögreglumanna tóku vel í hinar nýju aðferðir, en hann mætti andstöðu þegar hann hóf nám í Lögregluskólanum og þar við sitji. „Þeim leist ekkert alltof vel á að það væri einhver nemi að segja þeim til, þó svo að ég hafi á þeim tíma haft miklu meiri reynslu af átökum en þeir.“

Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður Mjölnis
Jón Viðar Arnþórsson, fyrrverandi lögreglumaður og formaður Mjölnis
mbl.is

Innlent »

Búið að opna Reykjanesbrautina

09:37 Búið er að opna á umferð um Reykjanesbraut á ný. Mikið hvassviðri er þar þó enn og vatnselgur að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðrið hefur nú líklega náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu að mati vakthafandi veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Meira »

Björgunarsveitir kallaðar í Hlíðarsmára

09:19 Björgunarsveitir voru kallaðar út að Hlíðarsmára í Kópavoginum á níunda tímanum í morgun eftir að rúða fór úr glugga í ofsaveðrinu. Fyrr í morgun höfðu björgunarsveitamenn verið kallaðir til þegar svalahurð fór af annars staðar í borginni. Meira »

53 m/s undir Hafnarfjalli

09:19 Vindhraði hefur mælst allt að 53 m/s í hviðum undir Hafnarfjalli í morgun. Meðalvindhraðinn er 29 m/s.   Meira »

Fundi með bæjarstjóra frestað vegna veðurs

09:12 Fundur eldri sjálfstæðismanna með Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði, sem fara átti fram í Valhöll í hádeginu í dag fellur niður vegna veðurs. Meira »

Sex létust í árás á lögreglustöð

08:56 Sex létust er hópur vopnaðra manna réðst inn á lögreglustöð í Suður-Afríku í dag og rændi þar skotvopnum. Fimm hinna látnu voru lögreglumenn og einn var hermaður. Meira »

Umferðin hæg en áfallalaus

08:26 Umferðin hefur gengið vel fyrir sig á höfuðborgarsvæðinu í morgun að sögn umferðardeildar lögreglunnar, þrátt fyrir ofsaveðrið sem nú gengur þar yfir. Meira »

Hús íslenskra fræða bíður enn

08:18 Hús íslenskra fræða er eitt af þeim verkefnum sem bíða úrlausnar í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem nú er í vinnslu á Alþingi. Meira »

Rafmagnslaust í Mosfellsdal

08:26 Rafmagnslaust er enn í hluta Mosfellsdals en unnið er að viðgerð.   Meira »

Foreldrar meti aðstæður

08:15 Skólahald hefur ekki verið fellt niður í Árborg en foreldrar eru eins og alltaf þegar veður er vont beðnir um að meta aðstæður og fylgjast með frekari upplýsingum á heimasíðum skólanna. Meira »

Skoða að stækka Hótel Ísland

07:57 Fasteignafélagið Reitir hefur til skoðunar að innrétta hótel í Ármúla 7. Meðal hugmynda er að tengja reksturinn við Hótel Ísland í Ármúla 9. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, segir málið á hugmyndastigi. Meira »

Öllum aðalleiðum frá borginni lokað

07:57 Í morgun hefur Vegagerðin lokað öllum helstu leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að fleiri vegum verði lokað víðsvegar um landið þegar líður á daginn. Meira »

Bílar tollstjóra í nýjum búningi

07:37 „Þetta er smá tilraunastarfsemi hjá okkur. Við prófuðum þessar merkingar á tveimur bílum og ætlum að sjá hvernig mönnum líst á þetta,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður. Meira »

Bílar farnir að kastast til

07:32 Reykjanesbrautinni var lokað fyrir umferð nú um hálfátta, en ástandið þar var farið að verða slæmt að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. „Það voru farnar að koma tilkynningar frá vegfarendum um að bílar séu farnir að kastast til á Reykjanesbrautinni,“ segir hann. Meira »

„Lægðin afhjúpar þá eðli sitt...“

07:12 Trausti Jónsson veðurfræðingur rýndi í lægðina sem gengur yfir landið í dag á bloggi sínu í gær. Á gervihnattamynd sem hann skoðaði sá hann fyrirbrigði sem kallast „hlýtt færiband“. Meira »

Foreldrar fylgi börnum í skólann

06:46 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum í skólann nú í morgun, en Veður­stof­an sendi í gær frá sér app­el­sínu­gula viðvör­un fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land, Faxa­flóa, Breiðafjörð og Norður­land vestra. Meira »

Skólahald fellur niður fyrir hádegi

07:27 Allt skólahald í leik- og grunnskólum á Kjalarnesi fellur niður fyrir hádegi í dag, miðvikudag, þar sem von er á ofsaveðri. Búið er að loka veginum um Kjalarnes. Meira »

Lægðin „í beinni“

06:50 Það gengur í suðaustanstorm og -ofsaveður á öllu landinu með morgninum samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.   Meira »

Nær hámarki um klukkan 9

06:38 „Þetta verður hvellur eins og við spáðum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, um storm og ofsaveður sem gengur yfir landið í dag. Veðrið mun ná hámarki um klukkan 9 suðvestanlands og þar með á höfuðborgarsvæðinu. Meira »
Herbegi í ágúst og september
Leita eftir herbegi til leigu á höfuðborgarsvæðinu frá 1. ágúst til 7. október n...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...