Vantar 8.600 milljónir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Íslendingar eiga tvo kosti í heilbrigðismálum, segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Annars vegar geta þeir horft upp á heilbrigðiskerfið „molna hægt en örugglega niður“ og hins vegar tekið ákvörðun um þjóðarsátt um að verja heilbrigðiskerfið, endurskipulagt og byggt það upp að nýju.

„Forsenda slíkrar þjóðarsáttar er að grunnþjónustan um allt land sé varin og að þingmenn taki erfiðar ákvarðanir um forgangsröðun ríkisútgjalda,“ segir Kristján Þór. Hann bendir á að 8.600 milljónir kr. vanti á þessu ári, að óbreyttu, til að leysa fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins, þar af eru um 3.800 milljónir uppsafnaður vandi fyrri ára. Lengra verði ekki haldið nema að eitthvað láti undan.

Kristján Þór veltir því m.a. upp í grein sinni hvort þjóðin hafi efni á því að „gera allt sem hugurinn stendur til“, á sama tíma og barist sé í bökkum í heilbrigðiskerfinu. Nefnir hann verkefni eins og byggingu nýs fangelsis og Húss íslenskra fræða, rekstur sendiráða víða um heim og framlög í ýmsa styrki og sjóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert