Sjálfstæðisflokkur með 29,7% fylgi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst nokkuð og mældist nú 29,7%, borið saman við 26,5% í síðustu mælingu samkvæmt fylgiskönnun MMR. Fylgi Framsóknarflokksins dalar og mældist nú 16,7%, borið saman við 19,3% í síðustu mælingu. 

Samfylkingin mældist nú með 13,5% fylgi, borið saman við 14,4% í síðustu mælingu og Vinstri græn mældust nú með 13,1% fylgi, borið saman við 13,3% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 12,3% fylgi borið saman við 12,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mældist nú með 8,4% fylgi, borið saman við 6,9% í síðustu mælingu. 

Hægri grænir mældust nú með 1,9% fylgi, Lýðræðisvaktin með 1,5% fylgi, Dögun með 1,0% fylgi, Flokkur heimilanna með 0,6% fylgi, Sturla Jónsson með 0,5% fylgi, Landsbyggðarflokkurinn með 0,3%, Regnboginn með 0,2% fylgi, Alþýðufylkingin með 0,1% fylgi og Húmanistaflokkurinn með 0,1% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 54,8% en mældist 51,1% í síðustu könnun.

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 972 einstaklingar, 18 ára og eldri
Dagsetning framkvæmdar: 9. til 11. júlí 2013

mbl.is