Sóttu veikan göngumann á Fimmvörðuháls

Maðurinn var fluttur með þyrlu Gæslunnar á sjúkrahús.
Maðurinn var fluttur með þyrlu Gæslunnar á sjúkrahús. Af vef Landhelgisgæslunnar

Erlendur ferðamaður veiktist í göngu á Fimmvörðuhálsi rúmlega þrjú í dag. Fluttu björgunarsveitarmenn hann niður af hálsinum þar sem sjúkrabíll beið hans. Hann var svo fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Hvolsvelli á Landspítalann í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar fann maðurinn fyrir verk fyrir brjósti.

mbl.is
Loka