Sigldu til móts við hvalkjötið í mótmælaskyni

Hér má sjá fingurna benda á flutningaskipið
Hér má sjá fingurna benda á flutningaskipið

Fulltrúar frá Alþjóðadýraverndunarsjóðnum ásamt sjálfboðaliðum sigldu í nótt til móts við fraktskip sem var að koma til hafnar í Reykjavík frá Rotterdam með sex gáma af langreyðarkjöti, sem ekki tókst að koma á markað. 35 manns voru á bátnum og ætlunin með þessu var að sýna fram á tilgangsleysi veiðanna.

„Þetta var samstarfsverkefni Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi og hvalaskoðunarfyrirtækjanna Eldingar og Special Tours,“ segir Sigurður Másson, fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi. „Við fórum út á tveimur bátum og vorum með borða og stórar frauðplastshendur, þar sem við bentum á skipið sem var að sigla inn, en á þessu stóð „What's the point?“ eða „Hver er tilgangurinn?““

Hann segir hópinn hafa verið að vekja athygli á tilgangsleysi veiðanna. „Við vorum að vekja athygli á því að þessar veiðar eru tilgangslausar og ekki síst ef ekki gengur að koma kjötinu til Japan.“ Hann segir kjötið hafa verið komið í hring á þessum tímapunkti. „Þetta var fyrst flutt til Rotterdam í júní, en síðan er ákveðið að umskipa því ekki þar og kjötið er því flutt til Hamborgar. Hamborg hafnar því einnig og þá fer það aftur til Rotterdam og svo nú loks til baka til Íslands.“Sigursteinn segir tilganginn með veiðunum ver afar óljósan þegar eini flutningurinn á kjötinu eftir að veiðar hófust misheppnist svona hörmulega.

Hann segir ekki ólíklegt að til frekari mótmæla muni koma. „Við vorum með smá aðgerð í Hvalfirði, þegar komið var með fyrstu langreyðarnar inn og vöktum athygli á því að kjötið hefur verið selt sem hundafóður í Japan.“ Hann segir hópinn ætla að vekja athygli á smæð markaðarins og því hvaða leiðir menn eru að fara að koma þessu út.

Báturinn fylgdi flutningaskipi Samskipa til hafnar
Báturinn fylgdi flutningaskipi Samskipa til hafnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert